Beint í efni

Vefur í vinnslu

Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is

  • Kl. 13:00 - 13:35
  • Fundarherbergi skipulagssviðs
  • Fundur nr. 821

Nefndarmenn

    • Steinmar Heiðar Rögnvaldssonbyggingarfulltrúi

Starfsmenn

    • Hjálmar Árnason
    • Leifur Þorsteinssonfundarritari
  • Gudmannshagi 1 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

    Málsnúmer 2020020683

    Erindi dagsett 6. júlí 2021 þar sem Tryggvi Tryggvason fyrir hönd B.E. Húsbygginga ehf., sækir um breytingu á áður samþykktum teikningum af fjölbýlishúsi á lóð nr. 1 við Gudmannshaga. Meðfylgjandi eru teikningar Tryggva Tryggvasonar.

    Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

  • Njarðarnes 2 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

    Málsnúmer 2020120515

    Erindi dagsett 1. júlí 2021 þar sem Ágúst Hafsteinsson fyrir hönd Sigurveigar Árnadóttur sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af breytingum í rými númer 0106 í húsi nr. 2 við Njarðarnes. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Ágúst Hafsteinsson.

    Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

  • Hrókaland 2 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

    Málsnúmer 2021011893

    Erindi dagsett 28. janúar 2021 þar sem Valþór Brynjarsson fyrir hönd SS Byggis ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir frístundahúsi á lóð nr. 2 við Hrókaland. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Valþór Brynjarsson. Innkomnar nýjar teikningar 6. júlí 2021

    Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

  • Margrétarhagi 3-5 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

    Málsnúmer 2021062110

    Erindi dagsett 28. júní 2021 þar sem Haraldur S. Árnason sækir fyrir hönd Þ.J.V.Verktaka ehf. um byggingarleyfi fyrir húsi númer 3-5 við Margrétarhaga. Meðfylgjandi er teikning eftir Harald S. Árnason.

    Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.

  • Steindórshagi 1-7 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

    Málsnúmer 2021070165

    Erindi dagsett 2. júlí 2021 þar sem Rögnvaldur Harðarson fyrir hönd HHS verktaka ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir húsi nr. 1-7 við Steindórshaga. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Rögnvald Harðarson.

    Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.