Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Kynnt erindi Gunnars Rúnars Ólafssonar slökkviliðsstjóra dagsett 27. september 2024 um að fjórum starfsmönnum slökkviliðsins verði veitt launað námsleyfi til menntunar í bráðatækni.
Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs og Gunnar Rúnar Ólafsson slökkviliðsstjóri sátu fund bæjarráðs undir þessum lið
Bæjarráð samþykkir beiðni um heimild til að veita fjórum starfsmönnum SA allt að 13 vikna launað námsleyfi vegna náms í bráðatækni. Greidd eru dagvinnulaun og vaktaálag í samræmi við launaáætlun vegna 100% starfs á námstíma.
Lagt fram til kynningar átta mánaða rekstraryfirlit Akureyrarbæjar.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að vinna málið áfram.
Lagt fram nýtt tilboð í fasteignina Hafnargötu 15 í Grímsey. Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 22. ágúst 2024 og þá var sviðsstjóra fjársýslusviðs falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagt tilboð í fasteignina að fjárhæð 5,5 milljónir króna.
Lagt fram erindi dagsett 24. september 2024 frá Guðjóni Magnússyni þar sem skorað er á Akureyrarbæ að skipta um færsluhirði og hætta viðskiptum við fjármálatæknifyrirtækið Rapyd. Erindinu fylgir undirskriftalisti með 1039 undirskriftum.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Samningur Akureyrarbæjar um færsluhirðingu er útrunninn. Bæjarráð felur sviðsstjóra fjársýslusviðs og bæjarlögmanni að vinna málið áfram í samræmi við ályktun bæjarstjórnar er varðar stríðsátök fyrir botni Miðjarðarhafs frá 4. júní sl.
Lögð fram drög að samstarfsyfirlýsingu um svæðisbundið samráð um varnir gegn ofbeldi og öðrum afbrotum á Norðurlandi eystra.
Bæjarráð telur ákaflega mikilvægt að sveitarfélagið sé öflugur þátttakandi í því að vinna að vörnum gegn ofbeldi og telur í því skyni samvinnu mikilvæga til að stuðla að öruggara samfélagi og bættri þjónustu við þau sem eru beitt ofbeldi. Bæjarráð samþykkir því samstarfsyfirlýsinguna fyrir sitt leyti og felur bæjarstjóra að undirrita hana.