Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Lögð fram tillaga að eigandastefnu Akureyrarbæjar vegna fyrirtækja í eigu bæjarins.
Helga Hlín Hákonardóttir ráðgjafi hjá Strategíu sat fund bæjarráðs undir þessum lið í gegnum fjarfundarbúnað.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu að eigandastefnu Akureyrarbæjar vegna fyrirtækja í eigu bæjarins og vísar málinu til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn.
Bæjarráð leggur jafnframt til við bæjarstjórn að fela bæjarstjóra að útfæra aðgerðaáætlun skv. 3. gr. stefnunnar um innleiðingu hennar. Fyrirséð er meðal annars að breytingar á stjórn Norðurorku þarfnast undirbúnings og koma til innleiðingar á aðalfundi félagsins 2026.
Rætt um stöðu ræstingarfólks í kjölfar umræðu um aðstæður þess og kjör.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð tekur alvarlega umfjöllun sem fram hefur komið um aðstæður og kjör starfsfólks tiltekinna ræstingarfyrirtækja. Akureyrarbær hefur óskað eftir og fengið upplýsingar frá þeim fyrirtækjum sem sveitarfélagið er í viðskiptum við, auk þess sem fundað hefur verið með stéttarfélagi vegna málsins. Bæjarráð leggur áherslu á þá sjálfsögðu kröfu að umrætt starfsfólk njóti allra kjarasamningsbundinna réttinda sem og að starfsaðstæður séu eins og best verður á kosið.
Erindi dagsett 27. febrúar 2025 frá Markaðsstofu Norðurlands þar sem verkefnastjóri Flugklasans Air 66N óskar eftir þátttöku sveitarstjóra og/eða annarra fulltrúa sveitarfélagsins til þess að ræða málefni Flugklasans og starfið næstu ár. Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 2. apríl kl. 10:00-11:00 á Hótel Natur.
Bæjarráð felur formanni bæjarráðs að svara erindinu.
Lögð fram til kynningar fundargerð 295. fundar stjórnar Hafnasamlags Norðurlands sem haldinn var 12. mars 2025.
Lagðar fram til kynningar fundargerðir 964. og 971. fundar stjórnar Sambandsins frá 7. og 28. febrúar 2025. Fundargerðirnar hafa jafnframt verið birtar á vef Sambandsins með þeim gögnum sem lögð voru fram á fundunum.
Lagt fram til kynningar erindi dagsett 13. mars 2025 frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um skipulag haf- og strandsvæða og skipulagslögum, svæðisráð o.fl.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 27. mars í gegnum umsagnargátt Aþingis. https://umsagnir.althingi.is/login.aspx?ReturnUrl=/
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 7/2025 - Tillögur verkefnisstjórnar rammaáætlunar að flokkun tíu vindorkuverkefna. Í lögum um verndar og orkunýtingaráætlun eru skilgreind tvö umsagnarferli. Fyrra umsagnarferlið um drög að tillögum verkefnastjórnar stóð í fjórar vikur, eða frá 12. desember 2024 til 10. janúar 2025, og var málið á dagskrá bæjarráðs 19. desember sl. Þetta er seinna umsagnarferlið um tillögurnar, sem gert er ráð fyrir að taki tólf vikur, og er umsagnarfrestur til og með 24. apríl 2025.