Bæjarráð - 3699
- Kl. 08:15 - 09:00
- Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
- Fundur nr. 3699
Nefndarmenn
- Guðmundur Baldvin Guðmundssonformaður
- Gunnar Gíslason
- Halla Björk Reynisdóttir
- Hilda Jana Gísladóttir
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Hlynur Jóhannssonáheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Ásthildur Sturludóttirbæjarstjóri
- Kristín Sóley Sigursveinsdóttirfundarritari
Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2021-2024
Málsnúmer 2020030454Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.
Kristín Baldvinsdóttir verkefnastjóri á fjársýslusviði sat fundinn undir þessum lið.
Einnig sátu fundinn undir þessum lið, gegnum fjarfundabúnað, bæjarfulltrúarnir Andri Teitsson, Eva Hrund Einarsdóttir, Heimir Haraldsson, Ingibjörg Ólöf Isaksen og Þórhallur Jónsson.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2020 - viðauki 14
Málsnúmer 2019020276Lagður fram viðauki 14.
Kristín Baldvinsdóttir verkefnastjóri á fjársýslusviði sat fundinn undir þessum lið.Bæjarráð samþykkir viðauka 14 með fimm samhljóða atkvæðum og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.
Skilgreining á svæðisbundnu hlutverki Akureyrar
Málsnúmer 2020090730Erindi dagsett 23. september 2020 frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu þar sem greint er frá áformum um að skipa verkefnahóp um skilgreiningu á svæðisbundnu hlutverki Akureyrar. Ráðuneytið óskar eftir því að Akureyrarbær tilnefni tvo fulltrúa í verkefnahópinn.
Bæjarráð skipar Ásthildi Sturludóttur og Hildu Jönu Gísladóttur í verkefnahópinn.
Fylgiskjöl
Íbúalýðræði og gagnsæ stjórnsýsla - stýrihópur um íbúasamráð
Málsnúmer 2015020002Lagt fram erindisbréf stýrihóps um íbúasamráð.
Bæjarráð samþykkir erindisbréfið og skipar Sóleyju Björk Stefánsdóttur bæjarfulltrúa í stýrihópinn. Auk hennar sitja í hópnum Jón Þór Kristjánsson verkefnastjóri upplýsingamiðlunar og Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar.
Fylgiskjöl
Legatsjóður Jóns Sigurðssonar - tilnefning fulltrúa 2020
Málsnúmer 2020090740Erindi dagsett 28. september 2020 frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra varðandi tilnefningu í stjórn Legatsjóðs Jóns Sigurðssonar.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við bréfið og felur bæjarstjóra að ræða við sýslumann.
Fylgiskjöl
Heilbrigðisnefnd Norðurlandssvæðis eystra - fundargerðir
Málsnúmer 2019020406Lagðar fram til kynningar fundargerðir heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra dagsettar 5. febrúar, 13. maí og 8. september 2020.
Fundargerðir nefndarinnar er að finna á eftirfarandi slóð: https://www.hne.is/is/fundargerdir
Jafnframt lögð fram til kynningar fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra fyrir árið 2021.