Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 889
- Kl. 13:00 - 14:00
- Skrifstofa byggingarfulltrúa
- Fundur nr. 889
Nefndarmenn
- Steinmar Heiðar Rögnvaldssonbyggingarfulltrúi
Starfsmenn
- Arnar Ólafssonverkefnastjóri byggingarmála
Langahlíð 28 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2022100795Erindi dagsett 21. október 2022 þar sem Ragnar Freyr Guðmundsson fyrir hönd Þórðar Kárasonar sækir um byggingarleyfi fyrir tvíbýlishúsi á lóð nr. 28 við Lönguhlíð. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Ragnar Frey Guðmundsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.
Tryggvabraut 8 - Krónan - (áður Glerárgata 38) - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2021040979Erindi dagsett 8. nóvember 2022 þar sem Guðmundur Oddur Víðisson fyrir hönd Festi fasteigna ehf. sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum fyrir húsi á lóð nr. 8 við Tryggvabraut.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.
Þórunnarstræti 114 - umsókn um fjölgun í fjórar íbúðir
Málsnúmer 2022042298Erindi dagsett 1. nóvember 2022 þar sem Rögnvaldur Harðarson fyrir hönd Libertas ehf. sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum fyrir húsi nr. 114 við Þórunnarstræti.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.