Kjarasamninganefnd - 8
27.09.2017
Hlusta
- Kl. 08:30 - 09:30
- Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
- Fundur nr. 8
Nefndarmenn
- Guðmundur Baldvin Guðmundssonformaður
- Silja Dögg Baldursdóttir
- Gunnar Gíslason
Starfsmenn
- Halla Margrét Tryggvadóttirsviðsstjóri stjórnsýslusviðs ritaði fundargerð
Umhverfis- og mannvirkjasvið - sameiningarferli
Málsnúmer 2017010126Umfjöllun um nýtt starf stjórnanda á umhverfis- og mannvirkjasviði.
Kjarasamninganefnd leggur til við bæjaráð að nýtt starf stjórnanda á umhverfis- og mannvirkjasviði verði skilgreint sem forstöðumannsstarf. Lagt er til að greitt verði stjórnendaálag vegna starfs forstöðumanns umhverfis- og sorpmála samkvæmt reglum Akureyrarbæjar um greiðslu stjórnendaálags forstöðumanna.
Reglur um starfskjör
Málsnúmer 2017090170Umfjöllun um endurskoðun á grein 3.a. í núgildandi Reglum um starfskjör æðslu stjórnenda Akureyrarkaupstaðar.
Kjarasamninganefnd leggur til við bæjarstjóra að frá júní 2016 hætti laun æðstu stjórnenda Akureyrarkaupstaðar að taka mið af almennum úrskurðum kjararáðs ríkisins og í grein 3.a. verði kveðið á um að laun taki mið af breytingum á launavísitölu.