Bæjarráð - 3363
- Kl. 09:00 - 11:00
- Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
- Fundur nr. 3363
Nefndarmenn
- Halla Björk Reynisdóttirformaður
- Geir Kristinn Aðalsteinsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Andrea Sigrún Hjálmsdóttir
- Sigurður Guðmundsson
- Guðmundur Baldvin Guðmundssonáheyrnarfulltrúi
- Logi Már Einarssonáheyrnarfulltrúi
- Njáll Trausti Friðbertssonáheyrnarfulltrúi
- Dan Jens Brynjarssonfjármálastjóri
- Jón Bragi Gunnarssonhagsýslustjóri
- Heiða Karlsdóttirfundarritari
Hafnasamlag Norðurlands - aðalfundur 2013
Málsnúmer 2013040086Lagt fram erindi, ódags., þar sem boðað er til aðalfundar Hafnasamlags Norðurlands þriðjudaginn 21. maí nk. kl. 12:00 í hafnarhúsinu við Fiskitanga.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á aðalfundinum.
Hverfisnefnd Holta- og Hlíðahverfis - fundargerðir 2013
Málsnúmer 2013010076Lögð fram fundargerð 63. fundar dags. 5. febrúar og fundargerð 64. fundar dags. 12. mars 2013.\nFundargerðirnar má finna á slóðinni: http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/hverfisnefndir/holta-og-hlidahverfi/fundargerdir-2012-2013
<DIV><DIV>Bæjarráð vísar 2. lið í fundargerð 63. fundar til framkvæmdadeildar, aðrir liðir fundargerðarinnar eru lagðir fram til kynningar í bæjarráði. </DIV><DIV>Fundargerð 64. fundar er lögð fram til kynningar í bæjarráði.</DIV></DIV>
Viðtalstímar bæjarfulltrúa - fundargerðir
Málsnúmer 2012010167Lögð fram fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 11. apríl 2013. Fundargerðin er í 6 liðum.
<DIV><DIV>Bæjarráð vísar 1. lið til framkvæmdadeildar, 2. lið til Fasteigna Akureyrarbæjar, 3., 4., 5. og 6. lið til skipulagsdeildar.</DIV></DIV>
Ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2012
Málsnúmer 2012110180Tekið fyrir að nýju, áður á dagskrá bæjarráðs 11. apríl sl. en bæjarstjórn vísaði ársreikningnum til bæjarráðs og síðari umræðu í bæjarstjórn á fundi sínum þann 9. apríl sl.
<DIV><DIV>Bæjarráð vísar ársreikningi Akureyrarbæjar fyrir árið 2012 til síðari umræðu í bæjarstjórn.</DIV></DIV>
Atvinnuátaksverkefni fyrir námsmenn og atvinnuleitendur í samvinnu við Vinnumálastofnun sumarið 2013
Málsnúmer 2013040124Lagt fram erindi frá Vinnumálastofnun dags. 15. apríl 2013 þar sem kynnt er átaksverkefni til að fjölga tímabundnum störfum fyrir námsmenn í sumar.
<DIV><DIV>Bæjarráð felur Höllu Margréti Tryggvadóttur starfsmannastjóra að óska eftir þátttöku fyrir hönd Akureyrarbæjar í verkefninu.</DIV></DIV>