Beint í efni

Vefur í vinnslu

Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is

  • Kl. 09:00 - 11:00
  • Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
  • Fundur nr. 3401

Nefndarmenn

    • Halla Björk Reynisdóttirformaður
    • Geir Kristinn Aðalsteinsson
    • Oddur Helgi Halldórsson
    • Logi Már Einarsson
    • Sigurður Guðmundsson
    • Andrea Sigrún Hjálmsdóttiráheyrnarfulltrúi
    • Guðmundur Baldvin Guðmundssonáheyrnarfulltrúi
    • Ólafur Jónssonáheyrnarfulltrúi
    • Eiríkur Björn Björgvinssonbæjarstjóri
    • Dan Jens Brynjarssonfjármálastjóri
    • Jón Bragi Gunnarssonhagsýslustjóri
    • Heiða Karlsdóttirfundarritari
  • Samvinnufélög/húsnæðissamvinnufélög - Búseti á Norðurlandi

    Málsnúmer 2014010356

    Tekið fyrir að nýju erindi dags. 28. janúar 2014 frá framkvæmdastjóra Búseta á Norðurlandi þar sem óskað er eftir fundi með fulltrúum Akureyrarbæjar til að ræða húsnæðismál.\nBenedikt Sigurðarson framkvæmdastjóri og Guðlaug Kristinsdóttir stjórnarformaður Búseta á Norðurlandi mættu á fundinn undir þessum lið.

    <DIV><DIV><DIV><DIV>Bæjarráð þakkar Benedikt og Guðlaugu fyrir komuna á fundinn.</DIV></DIV></DIV></DIV>

  • Bæjarstjórn Akureyrar og borgarstjórn Reykjavíkur - samstarfsvettvangur

    Málsnúmer 2013020193

    Lögð fram til kynningar fundargerð frá sameiginlegum fundi borgarstjórnar Reykjavíkur og bæjarstjórnar Akureyrar dags. 7. febrúar 2014, þar sem eftirfarandi tillaga var samþykkt samhljóða:\nSameiginlegur fundur borgarstjórnar Reykjavíkurborgar og bæjarstjórnar Akureyrarkaupstaðar samþykkir að hefja undirbúning að samstarfi í velferðarmálum milli Grafarvogs og Akureyrar. Markmið samstarfsins er að Miðgarður, þjónustumiðstöð Reykjavíkurborgar í Grafarvogi, geti nýtt sér jákvæða reynslu Akureyrar, sem allt frá árinu 1997 hefur þróað samþætta velferðarþjónustu í nærsamfélagi fyrir alla bæjarbúa. Ennfremur að Akureyrarbær njóti góðs af frumkvöðlaverkefnum Miðgarðs, s.s. í forvarnamálum og sérfræðiþjónustu við börn og barnafjölskyldur.\nLagt er til að tillögunni verði vísað til framkvæmdastjóra fjölskyldudeildar, búsetudeildar og öldrunarheimila Akureyrar og framkvæmdastjóra Miðgarðs, þjónustumiðstöðvar Grafarvogs.\nGreinargerð fylgir tillögunni.

    <DIV></DIV>

  • Hverfisnefnd Holta- og Hlíðahverfis - fundargerðir 2014

    Málsnúmer 2014010038

    Lögð fram fundargerð 71. fundar hverfisnefndar Holta- og Hlíðahverfis dags. 29. janúar 2014.\nFundargerðina má finna á netslóðinni: \nhttp://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/hverfisnefndir/holta-og-hlidahverfi/fundargerdir-2014-2015

    <DIV>Bæjarráð vísar 4. lið til framkvæmdadeildar.</DIV><DIV>1., 2. og 3. liður eru lagðir fram til kynningar í bæjarráði.</DIV>

  • Deiglan - sala eignar

    Málsnúmer 2014020070

    Rætt um mögulega sölu á Deiglunni.

    <DIV><DIV><P style="MARGIN: 0cm 0cm 0pt" class=MsoNormal><SPAN style="FONT-FAMILY: Arial; FONT-SIZE: 10pt">Logi Már Einarsson S-lista lagði fram tillögu svohljóðandi: </SPAN></P><P style="MARGIN: 0cm 0cm 0pt" class=MsoNormal><SPAN style="FONT-FAMILY: Arial; FONT-SIZE: 10pt">Bæjarráð samþykkir að fresta sölu á Deiglunni og gestavinnustofu í Listagilinu. </SPAN></P><P style="MARGIN: 0cm 0cm 0pt" class=MsoNormal><SPAN style="FONT-FAMILY: Arial; FONT-SIZE: 10pt">Sjónlistamiðstöðin stendur á tímamótum. Unnið er að innkaupastefnu hennar auk þess sem fyrir dyrum stendur að stofna safnráð. Þá mun nýr forstöðumaður verða ráðinn á næstunni sem mun móta framtíðarsýn stofnunarinnar til næstu ára. </SPAN></P><P style="MARGIN: 0cm 0cm 0pt" class=MsoNormal><SPAN style="FONT-FAMILY: Arial; FONT-SIZE: 10pt">Því er talið skynsamlegt að hægja ögn á fyrirhuguðum framkvæmdum við stækkun Listasafnsins en sinna aðeins brýnustu viðgerðum. Sú fjárhæð sem sparast við það verði notuð til þess að tryggja rekstur Deiglunnar næstu þrjú ár. Myndlistarfélagi Akureyrar verði falið samkvæmt samningi að reka hana og freista þess að blása lífi í glæður hússins. </SPAN></P><P style="MARGIN: 0cm 0cm 0pt" class=MsoNormal><SPAN style="FONT-FAMILY: Arial; FONT-SIZE: 10pt"></SPAN> </P><P style="MARGIN: 0cm 0cm 0pt" class=MsoNormal><SPAN style="FONT-FAMILY: Arial; FONT-SIZE: 10pt">Bæjarráð vísar tillögunni til umfjöllunar í stjórn Akureyrarstofu. </SPAN></P></DIV></DIV>

  • Heilsugæslustöðin á Akureyri - samningar við ríkið

    Málsnúmer 2014020032

    5. liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 12. febrúar 2014:\nKarl Guðmundsson framkvæmdastjóri HAK kynnti hugmynd frá Sjúkratryggingastofnun um framlag til HAK til viðbótar fjárlögum 2014.\nFélagsmálaráð telur þessa viðbótarfjárhæð alls ekki fullnægjandi miðað við núverandi hallarekstur og þann launamun sem starfsmenn HAK búa við nú þegar. Félagsmálaráð fer fram á það við Velferðarráðuneytið að hallarekstur HAK undanfarin ár verði gerður upp.

    <DIV><DIV><DIV><SPAN style="FONT-FAMILY: Arial; FONT-SIZE: 10pt; mso-ansi-language: EN-GB; mso-fareast-font-family: " lang=EN-GB Times New Roman?; mso-fareast-language: EN-US; mso-bidi-language: AR-SA?>Bæjarráð felur bæjarstjóra og framkvæmdastjóra HAK að eiga fund með heilbrigðisráðherra og fulltrúum velferðarráðuneytisins.</SPAN></DIV></DIV></DIV>

    Geir Kristinn Aðalsteinsson L-lista vék af fundi kl. 10:57.$line$

  • Fræðslustjóri

    Málsnúmer 2014020088

    Umræða um störf og stöðu fræðslustjóra.

    <DIV></DIV>