Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Rætt um svarbréf velferðarráðuneytis, dagsett 26. júlí 2018, við kröfubréfi til heilbrigðisráðherra vegna rekstrar Öldrunarheimila Akureyrar.
Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 2. ágúst sl.
Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð lýsir yfir miklum vonbrigðum með svör velferðarráðuneytisins við kröfum Akureyrarbæjar vegna reksturs Öldrunarheimila Akureyrar. Svör ráðuneytisins eru í hróplegu ósamræmi við kröfur ráðuneytisins og embættis landlæknis um þjónustu sem veita ber íbúum hjúkrunarheimila.
Bæjarráð kallar eftir beinum viðræðum við Sjúkratryggingar Íslands og velferðarráðuneytið um rekstur og fjármögnun hjúkrunarheimila á Akureyri, sem allra fyrst, en núgildandi samningur rennur út um næstu áramót. Markmið þessara viðræðna verður að áfram sé hægt að veita mannsæmandi þjónustu á hjúkrunarheimilum Akureyrarbæjar.
Jafnframt felur bæjarráð bæjarlögmanni að fylgjast með framvindu dómsmáls Garðabæjar gegn ríkinu vegna reksturs hjúkrunarheimilisins Ísafoldar.
Lögð fram tillaga að fjárhagsramma vegna vinnu við gerð fjárhagsáætlunar.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Meirihluti bæjarráðs samþykkir framlagða tillögu að fjárhagsramma vegna vinnu við gerð fjárhagsáætlunar.
Eva Hrund Einarsdóttir D-lista og Gunnar Gíslason D-lista sátu hjá við afgreiðslu.
Lagt fram yfirlit um styrki til félaga og stofnana janúar til júní 2018.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Kynning á kjarasamningi Félags leikskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur sviðsstjóra stjórnsýslusviðs og sviðsstjóra fjársýslusviðs að vinna viðauka við fjárhagsáætlun vegna samningsins.
Kynning á kjarasamningi Félags stjórnenda leikskóla og Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur sviðsstjóra stjórnsýslusviðs og sviðsstjóra fjársýslusviðs að vinna viðauka við fjárhagsáætlun vegna samningsins.
Kynnt niðurstaða félagsdóms í máli nr. 3/2018.
Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Kosning fulltrúa í öldungaráð - 2 aðalfulltrúar og 1 til vara.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 8. lið fundargerðar bæjarstjórnar 26. júní 2018.
Bæjarráð samþykkir með 5 samhljóða atkvæðum að tilnefna þau Dagbjörtu Elínu Pálsdóttur og Gunnar Gíslason sem aðalmenn í öldungaráð og Guðmund Baldvin Guðmundsson til vara.
Lagt fram til kynningar erindi dagsett 27. júlí 2018 frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu þar sem vakin er athygli á að drög að frumvarpi um nýja stofnun sem ætlað er að hafa með höndum umsýslu allra þjóðgarða á Íslandi og annarra friðlýstra svæða auk almennrar náttúruverndar er nú komið til umsagnar í samráðsgátt Stjórnarráðsins. Þar er einnig birt tillaga að fyrirhuguðum breytingum á lögum nr. 60/2013 um náttúruvernd í samræmi við drög að frumvarpi um Þjóðgarðastofnun. Frestur til að skila umsögnum er til 5. september nk.
https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=99
Lagt fram til kynningar erindi dagsett 31. júlí 2018 frá samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytinu þar sem vakin er athygli á að drög að reglum um úthlutun styrkja og framlaga sem veitt eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar 2018 til 2024 eru nú til umsagnar á samráðsgátt stjórnvalda. Þess er óskað að umsögn berist eigi síðar en 14. ágúst næstkomandi nk. https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=100