Beint í efni

Vefur í vinnslu

Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is

  • Kl. 08:00 - 12:00
  • Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
  • Fundur nr. 155

Nefndarmenn

    • Helgi Snæbjarnarsonformaður
    • Árni Páll Jóhannsson
    • Andrea Sigrún Hjálmsdóttirvaramaður
    • Ragnar Sverrissonáheyrnarfulltrúi
    • Stefán Friðrik Stefánssonáheyrnarfulltrúi
    • Tryggvi Már Ingvarssonáheyrnarfulltrúi
    • Pétur Bolli Jóhannessonskipulagsstjóri
    • Leifur Þorsteinssonfundarritari
Andrea S. Hjálmsdóttir V-lista mætti í forföllum Edwards H. Huijbens
  • Miðhúsabraut/Súluvegur - deiliskipulag

    Málsnúmer 2012070028

    Skipulagslýsing vegna aðalskipulagsbreytingar og nýs deiliskipulags var auglýst í Dagskránni 13. febrúar 2013 og var aðgengileg á heimasíðu skipulagsdeildar Akureyrarkaupstaðar og í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar. \nTvær umsagnir bárust:\n1) Skipulagsstofnun, dagsett 28. febrúar 2013. \nGerð er athugasemd við texta í kafla 5. Stofnunin bendir á að skipulagið fellur undir lög um umhverfismat áætlana þótt Akureyrarbær telji framkvæmdirnar ekki líklegar til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif.\n2) Umhverfisstofnun, dagsett 19. mars 2013.\nTekið er undir áætlanir um opið óbyggt svæði meðfram Glerá og að bæta skuli umhverfi árinnar og árbakkans innan skipulagssvæðisins.\n\nSkipulagsstjóri lagði fram tillögu að deiliskipulagi athafna-, verslunar- og þjónustusvæðis við Miðhúsabraut/Súluveg dagsetta 10. apríl 2013 og unna af Árna Ólafssyni arkitekt hjá Teiknistofu Arkitekta, Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf.

    <DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV>Deiliskipulagstillagan lögð fram en afgreiðslu frestað.</DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>

  • Naustahverfi, svæði norðan Tjarnarhóls, deiliskipulagsbreyting, nýtt íbúðarsvæði

    Málsnúmer 2013030067

    Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi svæðis norðan Tjarnarhóls við Kjarnagötu, dagsetta 10. apríl 2013 og unna af Ómari Ívarssyni frá Landslagi ehf.\nÓskað var eftir tillögu nafnanefndar um heiti á nýrri götu og leggur nefndin til að gatan fái heitið Jaðarstún. Nefndin bendir á að Jaðar var heiti á býli í nágrenninu og fellur nafnið einnig vel inní stafrófsröð gatna í hverfinu.

    <DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV>Skipulagsnefnd samþykkir tilllögu nafnanefndar. </DIV><DIV>Deiliskipulagstillagan lögð fram en afgreiðslu frestað.</DIV><DIV><DIV>Andrea S. Hjálmsdóttir sat hjá við afgreiðsluna.</DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>

  • Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar 2005-2025 - skipulagslýsing vegna endurskoðunar

    Málsnúmer 2013030139

    Erindi dagsett 14. mars 2013 frá Jónasi Vigfússyni sveitarstjóra Eyjafjarðarsveitar þar sem óskað er umsagnar Akureyrarkaupstaðar um skipulagslýsingu sem sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar hefur samþykkt vegna fyrirhugaðrar endurskoðunar á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar.

    <DIV><DIV><DIV><DIV>Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við skipulagslýsinguna.</DIV></DIV></DIV></DIV>

  • Siglingaklúbburinn Nökkvi - beiðni um framkvæmdaleyfi

    Málsnúmer 2013030364

    Erindi dagsett 25. mars 2013 þar sem Rúnar Þór Björnsson f.h Nökkva, félags siglingamanna, kt. 450979-0319, sækir um framkvæmdaleyfi á svæði siglingaklúbbsins. \nSótt er um framkvæmdaleyfi fyrir fyrsta hluta uppfyllingar á um 0,3 ha (3.000 m2) svæði siglingaklúbbsins sem byggir á heimildum í deiliskipulagi sem samþykkt var í ágúst 2012. Heildaruppfylling samkvæmt deiliskipulaginu er 1,05 ha.\nMeðfylgjandi eru teikningar og loftmyndir af svæðinu.

    <DIV><DIV><DIV>Skipulagsnefnd hefur yfirfarið meðfylgjandi hönnunargögn og telur þau í samræmi við staðfest aðal- og deiliskipulag.</DIV><DIV><DIV>Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsnefnd fyrir veitingu framkvæmdaleyfisins: </DIV><DIV>Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur. </DIV><DIV><DIV>Skipulagsnefnd samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli 4. gr.-g "Samþykktar um skipulagsnefnd".</DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>

  • Miðbær Akureyrar - deiliskipulag

    Málsnúmer 2012110172

    Samkvæmt bókun skipulagsnefndar dagsettri 28. mars 2012 var ákveðið að endurskoða tillögu að deiliskipulagi austurhluta miðbæjar sem auglýst hafði verið árið 2010 en hlaut ekki endanlega afgreiðslu. Í framhaldi af því var stofnaður vinnuhópur um endurskoðunina sem skipaður er eftirfarandi aðilum:\nHelga Snæbjarnarsyni, Evu Reykjalín Elvarsdóttur og Sigurði Guðmundssyni frá skipulagsnefnd og Oddi Helga Halldórssyni og Andreu Hjálmsdóttur frá bæjarráði.\nLogi Már Einarsson arkitekt frá Kollgátu ehf., kom á fundinn og kynnti frumdrög að deiliskipulagi svæðisins. \nMálið er sjálfstætt framhald mála nr. SN070093 og 2006020089.

    <DIV><DIV><DIV><DIV>Skipulagsnefnd þakkar Loga Má fyrir kynninguna.<BR>Lagt fram til kynningar.</DIV></DIV></DIV></DIV>

  • Glerárgata 20 - umsókn um byggingarleyfi

    Málsnúmer 2013020142

    Erindi dagsett 13. febrúar 2013 þar sem Þröstur Sigurðsson f.h. Þorps ehf, kt. 420206-2080, sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við Glerárgötu 20, var grenndarkynnt frá 1. mars með athugasemdafresti til 29. mars 2013. \nEngin barst athugasemd.

    <DIV><P>Skipulagsnefnd heimilar viðbyggingu við Glerárgötu 20 og felur skipulagsstjóra að afgreiða umsókn um byggingarleyfi þegar hún berst.</P></DIV>

  • Svæðisskipulag Eyjafjarðar 2012-2024

    Málsnúmer 2011100003

    Svæðisskipulag Eyjafjarðar 2012-2024, 31. fundargerð samvinnunefndar sveitarfélaganna frá 7. mars 2013.

    <DIV>Lagt fram til kynningar.</DIV>

  • Saltnes landnr. 152131 - umsókn um lóðarstækkun

    Málsnúmer 2013030057

    Erindi dagsett 7. mars 2013 þar sem Eyþór Ævar Jónsson og Hlynur Kristinsson sækja um lóðarstækkun við Saltnes í Hrísey. Meðfylgjandi er lóðarleigusamningur og teikningar.

    <DIV><DIV>Erindinu er frestað og vísað í yfirstandandi vinnu við aðalskipulag Hríseyjar sem nú stendur yfir.</DIV></DIV>

  • Fjarskiptahús á Strýtu

    Málsnúmer 2013040003

    Afrit af erindi dagsettu 21. mars 2013 stíluðu á Hörgársveit frá Þórhalli Ólafssyni framkvæmdastjóra Neyðarlínunnar þar sem óskað er eftir leyfi til að setja upp neyðar- og öryggisfjarskiptasendi á Strýtu í landi Hörgársveitar.

    Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að settur verður upp neyðar- og öryggisfjarskiptasendir á Strýtu í landi Hörgársveitar en óskar eftir nánari upplýsingum um hvernig lagningu rafmagnslínunnar verði háttað í hlíðum Hlíðarfjalls frá skíðasvæði og flutningi útstöðvarhúss að Strýtu.

  • Afgreiðslur skipulagsstjóra 2013

    Málsnúmer 2013010008

    Fundargerð dagsett 20. mars 2013. Lögð var fram fundargerð 437. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 10 liðum.

    Lagt fram til kynningar.

  • Afgreiðslur skipulagsstjóra 2013

    Málsnúmer 2013010008

    Fundargerð dagsett 3. apríl 2013. Lögð var fram fundargerð 438. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 9 liðum.

    Lagt fram til kynningar.