Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 919
- Kl. 13:00 - 14:00
- Skrifstofa byggingarfulltrúa
- Fundur nr. 919
Nefndarmenn
- Steinmar Heiðar Rögnvaldssonbyggingarfulltrúi
Starfsmenn
- Arnar Ólafssonverkefnastjóri byggingarmála
- Eyrún Halla Eyjólfsdóttirfundarritari
Dalsbraut (KA svæði) - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi fyrir ljósamöstrum og lögnum á knattspyrnuvelli
Málsnúmer 2023050793Erindi dagsett 16. maí 2023 þar sem Alma Pálsdóttir fyrir hönd Fasteigna Akureyrarbæjar sækir um byggingaráform og byggingarleyfi fyrir ljósamöstrum og lögnum á knattspyrnuvelli. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Ölmu Pálsdóttur.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.
Margrétarhagi 8 - umsókn um byggingaráform og byggingarheimild
Málsnúmer 2023020769Erindi dagsett 15. febrúar 2023 þar sem Karl Hjartarson sækir um leyfi til að innrétta fótaaðgerðarstofu í bílgeymslu við hús sitt að Margrétarhaga 8. Meðfylgjandi eru teikningar, skriflegt samþykki nágranna og umsögn frá Vinnueftirliti og Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.
Geirþrúðarhagi 5C - umsókn um byggingaráform og byggingarheimild fyrir sólskála
Málsnúmer 2023051069Erindi dagsett 22. maí 2023 þar sem Ragnhildur Þorgeirsdóttir sækir um byggingaráform og byggingarheimild fyrir sólskála við hús sitt að Geirþrúðarhaga 5. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Friðrik Friðriksson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.
Þórunnarstræti 125 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2023050962Erindi dagsett 19. maí 2023 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd Eyþórs Árna Sigurólasonar leggur inn reyndarteikningar vegna eignarskiptayfirlýsingar fyrir Þórunnarstræti 125. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason. Innkomnar nýjar teikningar 8. júní 2023.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.