Skólanefnd - 10
- Kl. 14:00 - 16:30
- Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
- Fundur nr. 10
Nefndarmenn
- Preben Jón Péturssonformaður
- Anna Sjöfn Jónasdóttir
- Sigríður María Hammer
- Helgi Vilberg Hermannsson
- Valdís Anna Jónsdóttir
- Áslaug Magnúsdóttiráheyrnarfulltrúi
- Hjörtur Narfasonáheyrnarfulltrúi
- Valur Sæmundssonáheyrnarfulltrúi
- Árni Konráð Bjarnasonrekstrarstjóri
- Hrafnhildur G Sigurðardóttirleikskólafulltrúi
- Kristín Jóhannesdóttirfulltrúi skólastjóra
- Lilja Þorkelsdóttirfulltrúi grunnskólakennara
- Heimir Eggerz Jóhannssonfulltrúi foreldra grunnskólabarna
- fulltrúi leikskólastjóra
- Helga María Harðardóttirfulltrúi leikskólakennara
- Guðrún Elva Lárusdóttirfulltrúi foreldra leikskólabarna
- fræðslustjóri ritaði fundargerð
Stærðfræðikennsla í 10. bekk - ábending um þörf á endurskoðun hennar
Málsnúmer 2013050195Á fundinn mættu Kamilla Dóra Jónsdóttir og Helena Rut Pétursdóttir sem fulltrúar hóps fjögurra nemenda í MA sem komu fram með ábendingar um stærðfræðikennslu í 10. bekk grunnskóla. Þær kynntu sjónarmið hópsins á fundinum og svöruðu spurningum.
<DIV><DIV>Skólanefnd þakkar Kamillu og Helenu fyrir framlag þeirra og hópsins alls.</DIV><DIV>Skólanefnd samþykkir að beina því til fræðslustjóra að taka þessar ábendingar til skoðunar og úrvinnslu í samstarfi við skólastjóra.</DIV></DIV>
Sérfræðiþjónusta við skóla
Málsnúmer 2010030028Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri á fjölskyldudeild og Þuríður Sigurðardóttir félagsráðgjafi á skóladeild mættu á fundinn og gerðu grein fyrir skýrslu starfshóps um endurskoðun á sérfræðiþjónustu Akureyrarbæjar í málefnum barna og ungmenna dags. 18. júní 2013.
<DIV><DIV>Skólanefnd þakkar Karólínu og Þuríði fyrir kynningu á efni skýrslunnar.</DIV><DIV>Skólanefnd felur fræðslustjóra að kynna efni skýrslunnar fyrir skólastjórum og öðrum hagsmunaaðilum og kalla eftir viðbrögðum við þeim tillögum sem þar eru settar fram.</DIV></DIV>
Dagforeldrar - ósk um endurskoðun á samningi
Málsnúmer 2013010308Fyrir fundinn var lagður nýr samningur um daggæslu í heimahúsum sem er niðurstaða viðræðna við dagforeldra, sem hafa staðið yfir undanfarna mánuði.
<DIV><DIV>Skólanefnd samþykkir fyrirliggjandi samning fyrir sitt leyti og vísar honum til bæjarráðs.</DIV></DIV>
Endurskoðun menningarstefnu Akureyrarbæjar - 2013-2018
Málsnúmer 2011020012Þórgnýr Dýrfjörð framkvæmdastjóri Akureyrarstofu mætti á fundinn og kynnti menningarstefnudrög 2013-2018.
<DIV>Skólanefnd samþykkir fyrirliggjandi drög fyrir sitt leyti.</DIV>
Langtímaáætlun - fræðslumál
Málsnúmer 2013020252Lögð var fram til kynningar 10 ára áætlun um fræðslumál hjá Akureyrarkaupstað
<DIV></DIV>
Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2014-2017
Málsnúmer 2013050198Forsendur og rammi vegna fjárhagsáætlunar 2014 lagður fram til kynningar.
<DIV></DIV>
Viðurkenningar skólanefndar 2013
Málsnúmer 2013060194Fyrir fundinn voru lagðar niðurstöður valnefndar vegna viðurkenninga skólanefndar árið 2013.
<DIV>Skólanefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu valnefndar.</DIV><DIV>Skólanefnd samþykkir að bjóða til athafnar í Hömrum í Hofi fimmtudaginn 27. júní næstkomandi kl. 17:00.</DIV>