Stjórn Akureyrarstofu - 132
- Kl. 15:00 - 16:30
- Fundarherbergi Akureyrarstofu í menningarhúsinu Hofi
- Fundur nr. 132
Nefndarmenn
- Halla Björk Reynisdóttirformaður
- Jón Hjaltason
- Helena Þuríður Karlsdóttir
- Hildur Friðriksdóttir
- Matthías Rögnvaldssonáheyrnarfulltrúi
- Sigfús Arnar Karlssonáheyrnarfulltrúi
- Unnsteinn Jónssonáheyrnarfulltrúi
- Þórgnýr Dýrfjörðfundarritari
Samráðsfundir með forstöðumönnum menningarstofnana 2012 - Sjónlistamiðstöðin
Málsnúmer 2012030099Hannes Sigurðsson forstöðumaður kom á fundinn og kynnti dagskrá næsta árs í Sjónlistamiðstöðinni.
<DIV><DIV>Stjórn Akureyrarstofu þakkar Hannesi fyrir komuna á fundinn og góðar umræður um starfsemi næsta árs.</DIV></DIV>
Fjárhagsáætlun 2013 - Akureyrarstofa
Málsnúmer 2012060210Lögð fram tillaga að gjaldskrá fyrir Amtsbókasafnið en við gerð fjárhagsáætlunar var gert ráð fyrir að tekjur safnsins hækkuðu um 4% á milli ára. Forsenda tillögunnar er að fellt verði úr gildi lögbundið ákvæði um 4.000 kr. þak á sektir vegna vanskila á bókum. Frumvarp þess efnis liggur fyrir Alþingi.
<DIV>Stjórn Akureyrarstofu samþykkir fyrirliggjandi tillögu þó þannig að sektir vegna bóka og tímarita hækki í 30 kr. á dag og að gjald vegna glataðra skírteina hækki úr 1.000 kr. í 1.500 kr.</DIV>
Markaðsstofa Norðurlands - beiðni um endurnýjun þjónustusamnings
Málsnúmer 2012110011Erindi dags. 30. október 2012 frá Ásbirni Björgvinssyni framkvæmdastjóra Markaðsstofunnar, þar sem óskað er eftir framlengingu á samningi um stuðning Akureyrarbæjar við starfsemina.
<DIV><DIV><DIV><DIV>Stjórn Akureyrarstofu samþykkir áframhaldandi stuðning við Markaðsstofuna. Framkvæmdastjóra Akureyrarstofu falið að ganga frá nýjum samningi í samræmi við nýsamþykktar reglur um styrkveitingar Akureyrarbæjar sem lagður verði fyrir stjórnina ásamt ársreikningi Markaðsstofunnar.</DIV></DIV></DIV></DIV>
Frumvarp til nýrra sviðslistalaga - athugasemdir
Málsnúmer 2012110040Alþingi hefur nú til umræðu frumvarp til sviðslistalaga, þingskjal 202, 199. mál. Farið yfir athugasemdir sem Leikfélag Akureyrar hefur gert við frumvarpið.
<DIV><P style="MARGIN: 0cm 0cm 0pt" class=MsoNormal><SPAN style="FONT-FAMILY: Arial; FONT-SIZE: 10pt">Stjórn Akureyrarstofu felur framkvæmdastjóra að skila inn umsögn um frumvarpið í samráði við LA og Menningarráð Eyþings.<?xml:namespace prefix = o ns = "urn:schemas-microsoft-com:office:office" /><o:p></o:p></SPAN></P></DIV>
Miðstöð norðurslóðaviðskipta - markaðsátak
Málsnúmer 2012110041Akureyrarbær er meðal þátttakenda í klasasamstarfi sem leitt er af AFE og hefur það markmið að koma fyrirtækjum og þjónustu á Eyjafjarðarsvæðinu á framfæri við verkkaupa á Grænlandi. Farið yfir kynningu á verkefninu og hvernig þátttöku bæjarins verður háttað.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að taka þátt í klasasamstarfinu með vinnuframlagi og 300.000 kr. fjárframlagi. Halla Björk Reynisdóttir mun sitja í verkefnisstjórn samstarfsins fyrir hönd Akureyrarbæjar.Iðnaðarsafnið á Akureyri - skipun fulltrúa í stjórn
Málsnúmer 2010090020Aðalfulltrúar Akureyrarbæjar í stjórn Iðnaðarsafnsins hafa óskað eftir því að láta af stjórnarsetu. Stjórn Akureyrarstofu skipar fulltrúa í stjórnina.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að skipa Harald Þór Egilsson, forstöðumann Minjasafnsins á Akureyri og Huldu Sif Hermannsdóttur, verkefnisstjóra á Akureyrarstofu sem nýja fulltrúa í stjórn Iðnaðarsafnsins.Helena Þ. Karlsdóttir S-lista óskar bókað:Ég er hlynnt tilnefningunni og samþykki hana með fyrirvara um að kannað verði hvort samkomulag gildi milli þeirra flokka sem sæti eiga í bæjarstjórn um tilnefningar í stjórn Iðnaðarsafnsins.