Skipulagsráð - 414
- Kl. 08:15 - 11:43
- Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
- Fundur nr. 414
Nefndarmenn
- Halla Björk Reynisdóttirformaður
- Þórhallur Jónsson
- Helgi Sveinbjörn Jóhannsson
- Sif Jóhannesar Ástudóttir
- Jón Hjaltason
- Sunna Hlín Jóhannesdóttiráheyrnarfulltrúi
- Sindri S. Kristjánssonáheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Pétur Ingi Haraldssonskipulagsfulltrúi
- Steinmar Heiðar Rögnvaldssonbyggingarfulltrúi
- Einar Sigþórssonfundarritari
Borgarbíóreitur og nágrenni - tillaga að breytingu á skipulagi
Málsnúmer 2023120495Vilhjálmur L. Egilsson og Hjalti Brynjarsson frá Nordic arkitektum kynntu í gegnum fjarfundarbúnað hugmyndir að uppbyggingu á svæði sem nær til Hólabrautar 12 og 13, Gránufélagsgötu 4-6, Geislagötu 5 auk bílastæðis austan Brekkugötu 4-12.
Björn Ómar Sigurðsson hjá BB Byggingum ehf. sat fundinn undir þessum lið.Skipulagsráð tekur jákvætt í uppbyggingarhugmyndir og felur skipulagsfulltrúa að skoða málið áfram í samráði við Norðurorku og umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar.
Fylgiskjöl
Hagahverfi - endurskoðun deiliskipulags meðfram Naustagötu
Málsnúmer 2023100823Lagðar fram tillögur Ágústs Hafsteinssonar arkitekts að útfærslu leikskólalóðar á svæði sunnan Naustabrautar. Er um að ræða tvær megin tillögur þar sem á annarri er miðað við að stækka lítillega þá lóð sem þegar er afmörkuð í deiliskipulagi Hagahverfis en á hinni er gert ráð fyrir að leikskólalóðin verði færð til austurs á svæði þar sem nú eru mannvirki Nausta 2. Er jafnframt lagt fram minnisblað verkefnahóps um byggingu leikskóla dagsett 8. desember 2023.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu til næsta fundar.
Móahverfi - breyting á skilmálum
Málsnúmer 2023120302Lögð er fram tillaga að breytingum á skilmálum deiliskipulags Móahverfis. Varðar breytingin skilmála fyrir smáhýsi, hámarks byggingarmagn, geymslur neðanjarðar, bílastæði í bílakjöllurum og kröfum um ofanvatnslausnir.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44. gr. laganna. Grenndarkynnt skal fyrir öllum þeim sem hafa fengið úthlutað lóð í Móahverfi.
Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.Fylgiskjöl
Hrísmói 1-9 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi
Málsnúmer 2023100463Erindi dagsett 10. október 2023 þar sem Fanney Hauksdóttir f.h. Kötlu byggingarfélags ehf. sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 1-9 við Hrísmóa. Sótt er um eftirfarandi breytingar: - Fjölgun íbúða úr fimm í sex án breytingar á byggingarmagni. - Hliðrun á innkeyrslu íbúða nr. 3, 5 og 7. - Breytingu á útfærslu bindandi byggingarlínu. Meðfylgjandi er skýringarmynd.
Skipulagsráð hafnar erindinu þar sem breyting á staðsetningu bílastæða felur í sér að fyrirhugað langstæði í götu fellur út.
Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.Fylgiskjöl
Lækjarmói 2-8 - fyrirspurn varðandi byggingarmagn í kjallara
Málsnúmer 2023120159Erindi dagsett 4. desember 2023 þar sem Hans Orri Kristjánsson f.h. SS Byggis sækir um leyfi til þess að auka byggingarmagn í kjallara úr 3200 m² í 3700 m².
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og er ekki talin þörf á grenndarkynningu skv. 44. gr. laganna. Er skipulagsfulltrúa falið að sjá um gildistöku breytingarinnar þegar fullnægjandi skipulagsgögn liggja fyrir.
Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.
Jón Hjaltason óflokksbuninn bar upp vanhæfi við afgreiðslu málsins og var það samþykkt. Vék hann af fundi undir umræðum og við afgreiðslu máls.Fylgiskjöl
Glerártorg - uppsetning hraðhleðslustöðva á vegum ON
Málsnúmer 2023120004Erindi dagsett 1. desember 2023 þar sem Ragnar Bjarnason f.h. Eikar fasteignafélags sækir um að fá að setja upp hraðhleðslugarð með 12 hraðhleðslustöðvum á suðausturhluta lóðar Glerártorgs.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með þeim fyrirvara að jákvæð umsögn berist frá Norðurorku.
Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.Fylgiskjöl
Oddeyrarbót 3 - umsókn um lóð
Málsnúmer 2021120881Lagt fram erindi Marinellu Haraldsdóttur dagsett 29. nóvember 2023, f.h. stjórnar AC ehf., þar sem óskað er eftir fresti til framkvæmda á lóðinni Oddeyrarbót 3.
Skipulagsráð hafnar umsókn um frestun og felur skipulagsfulltrúa að útfæra tillögu að nýjum úthlutunarskilmálum fyrir lóðina.
Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.Hofsbót 1-3 - auglýsing lóðar
Málsnúmer 2023030521Á 398. fundi skipulagsráðs 15. mars 2023 fól meirihluti ráðsins skipulagsfulltrúa að hefja undirbúning að auglýsingu lóða við Hofsbót 1 og 3. Í kjölfarið hófst samráð við m.a. Vegagerðina sem varð til þess að gerð var minniháttar breyting á lóðum við Hofsbót og Skipagötu sem liggja samsíða Glerárgötu.
Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að undirbúa gerð útboðsskilmála og kynna áformin jafnframt fyrir umhverfis- og mannvirkjasviði og Norðurorku.
Jón Hjaltason óflokksbundinn og Helgi Sveinbjörn Jóhannsson M-lista sátu hjá við afgreiðslu tillögunnar.Fylgiskjöl
- Akureyri-Midbaer_Dsk-breyting_Glerárgata-Hofsbót-Skipagata_A2-Skýringaruppdráttur_2021-02-19_Br-2021-05-12.pdf
- Akureyri-Midbaer_Dsk-breyting_Glerárgata-Hofsbót-Skipagata_A2-1000-Skipulagsuppdráttur-2021-02-19_Br-2021-05-12.pdf
- Akureyri-Midbaer_Dsk-breyting_Glerárgata-Hofsbót-Skipagata_Greinargerd-2021-05-12.pdf
Hótel á Jaðarsvelli - auglýsing lóðar
Málsnúmer 2023120429Lögð fram drög að útboðsskilmálum fyrir hótellóð á Jaðarsvelli.
Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.
Stofnstígur milli sveitarfélaga
Málsnúmer 2022020885Jónas Valdimarsson verkefnastjóri hönnunar á umhverfis- og mannvirkjasviði og Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi fóru yfir frumdrög að hönnun stofnstíga frá Hörgársveit niður að Glerártorgi. Ef ákveðið er að halda áfram með þessa útfærslu er næsta skref að hefja vinnu við breytingu á deiliskipulagsáætlunum sem stígurinn fer um.
Skipulagsráð tekur jákvætt í fyrirliggjandi frumdrög og felur skipulagsfulltrúa að hefja vinnu við breytingar á deiliskipulagsáætlunum sem stígurinn liggur um.
Fylgiskjöl
Mótmæli við samninga við leigufyrirtæki með rafhlaupahjól
Málsnúmer 2023120111Lagt fram til kynningar erindi dagsett 4. desember 2023 þar sem Erlendur S. Þorsteinsson f.h. Landssamtaka hjólreiðamanna sendir inn mótmælabréf við samningum sveitarfélaganna við leigufyrirtæki með rafhlaupahjól.
Fylgiskjöl
Stefna um íbúasamráð 2022
Málsnúmer 2022041947Lögð fram til kynningar og umsagnar stefna Akureyrarbæjar um íbúasamráð til 2026 ásamt aðgerðaáætlun. Bæjarráð samþykkti á fundi sínum 23. nóvember sl. að vísa stefnunni til kynningar og umsagnar í fastanefndum, ungmennaráði, öldungaráði og samráðshópi um málefni fatlaðs fólks.
Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að koma ábendingum á framfæri.
Fundaáætlun skipulagsráðs
Málsnúmer 2018120052Lögð fram tillaga að fundaáætlun skipulagsráðs fyrir árið 2024.
Skipulagsráð samþykkir fundaáætlunina.
Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2022-2026
Málsnúmer 2022010178Lögð fram til kynningar fundargerð 943. fundar, dagsett 30. nóvember 2023, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 5 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.