Fræðslu- og lýðheilsuráð - 26
- Kl. 13:00 - 15:00
- Fundarsalur 1. hæð Glerárgötu 26
- Fundur nr. 26
Nefndarmenn
- Heimir Örn Árnasonformaður
- Hulda Elma Eysteinsdóttir
- Bjarney Sigurðardóttir
- Tinna Guðmundsdóttir
- Ásrún Ýr Gestsdóttiráheyrnarfulltrúi
- Ísak Már Jóhannessonáheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Kristín Jóhannesdóttirsviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs
- Alfa Aradóttirforstöðumaður forvarna- og æskulýðsmála
- Árni Konráð Bjarnasonrekstrarstjóri
- Bjarki Ármann Oddssonforstöðumaður skrifstofu ritaði fundargerð
- Ellert Örn Erlingssonforstöðumaður íþróttamála
- Erna Rós Ingvarsdóttirverkefnastjóri leikskóla
- Sylvía Dögg Hjörleifsdóttirverkefnastjóri grunnskóla
Eiturefni í umhverfi barna
Málsnúmer 2023021180Kristín Helga Schiöth, verkefnastjóri umhverfis- og loftslagsmála hjá SSNE, sagði frá mismunandi efnaáreiti sem börn verða fyrir og hvernig megi draga úr útsetningu barna fyrir skaðlegum efnum með einföldu verklagi.
Áheyrnafulltrúar: Björg Sigurvinsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Hafdís Erna Ásbjarnardóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara, Valdimar Heiðar Valsson fulltrúi grunnskólastjóra og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð þakkar Kristínu Helgu fyrir áhugaverða kynningu. Fræðslu- og lýðheilssvið undirbýr frekari fræðslu á málefninu fyrir starfsmenn leik- og grunnskóla.
Öryggismyndavélar við Oddeyrarskóla
Málsnúmer 2023021182Lagt fram bréf dagsett 15. febrúar 2023 frá foreldrafélagi Oddeyrarskóla þar sem óskað er eftir að settar verði upp öryggismyndavélar við skólann.
Áheyrnafulltrúar: Björg Sigurvinsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Hafdís Erna Ásbjarnardóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara, Valdimar Heiðar Valsson fulltrúi grunnskólastjóra og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð þakkar foreldrafélagi Oddeyrarskóla fyrir erindið. Fræðslu og lýðheilsuráð tekur undir áhyggjur foreldrafélagsins og leggur til að settar verði upp öryggismyndavélar við skólann og vísar málinu til umhverfis- og mannvirkjasviðs.
Menntun fyrir alla og þörf fyrir sérúrræði í grunnskólum Akureyrarbæjar
Málsnúmer 2023021216Lagt fram bréf dagssett 15. febrúar 2023 frá skólastjórum í grunnskólum Akureyrarbæjar þar sem þeir vekja athygli á erfiðri stöðu sem er að myndast í grunnskólunum, álagi og þeim vanda sem starfsmenn skólanna standa frammi fyrir í daglegu starfi.
Áheyrnafulltrúar: Björg Sigurvinsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Hafdís Erna Ásbjarnardóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara, Valdimar Heiðar Valsson fulltrúi grunnskólastjóra og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.Fræðslu- og lýðheilsuráð þakkar skólastjórum í grunnskólum Akureyrarbæjar fyrir erindið. Ráðið felur sviðsstjóra að vinna málið áfram.
Samningur um fræðslu
Málsnúmer 2022100497Mál frá 18. fundi fræðslu- og lýðheilsuráðs vegna samstarfssamnings við Samtökin '78. Lagt fram til umræðu.
Áheyrnafulltrúar: Björg Sigurvinsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Hafdís Erna Ásbjarnardóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara, Valdimar Heiðar Valsson fulltrúi grunnskólastjóra og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.Ákvörðun frestað til næsta fundar.
Sundfélagið Óðinn - afnot af Sundlaug Akureyrar vegna AMÍ í júní 2023
Málsnúmer 2023020573Erindi dagsett 11. febrúar 2023 frá Finni Víkingssyni formanni Sundfélagsins Óðins þar sem óskað er eftir afnotum af íþróttamannvirkjum Akureyrarbæjar dagana 23.-25. júní 2023 vegna Aldursflokkamóts Íslands í sundi. Með erindinu fylgir umsögn ÍBA.
Áheyrnafulltrúi: Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.Fræðslu- og lýðheilsráð þakkar formanni Sundfélagsins Óðins fyrir erindið. Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir afnot af íþróttamannvirkjum Akureyrarbæjar vegna Aldursflokkamóts Íslands og felur forstöðumanni sundlauga og forstöðumanni íþróttamála að vinna málið áfram.
Ósk um endurnýjun samnings
Málsnúmer 2023011355Ísak Már Jóhannesson fulltrúi S-lista vék af fundi kl. 14:45
Bréf dagsett 24. janúar 2023 frá Hollvinafélagi Húna II þar sem óskað er eftir endurnýjun samnings við Akureyrarbæ.
Áheyrnafulltrúi: Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð felur forstöðumanni skrifstofu að vinna málið áfram.