Velferðarráð - 1362
- Kl. 14:00 - 17:00
- Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
- Fundur nr. 1362
Nefndarmenn
- Hulda Elma Eysteinsdóttirformaður
- Lára Halldóra Eiríksdóttir
- Karl Liljendal Hólmgeirsson
- Alfa Dröfn Jóhannsdóttir
- Snæbjörn Ómar Guðjónsson
- Elsa María Guðmundsdóttiráheyrnarfulltrúi
- Málfríður Stefanía Þórðardóttiráheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Karólína Gunnarsdóttirþjónustustjóri velferðarsviðs
- Kristín Birna Kristjánsdóttirfundarritari
Velferðarsvið - kynning á starfsemi fyrir velferðarráð 2023
Málsnúmer 2023010262Heimsókn í þjónustukjarnann að Klettaborgum 43.
Kristinn Már Torfason forstöðumaður tók á móti velferðarráði og sýndi húsnæðið.Barnaverndarsþjónusta - samningur við Dalvíkurbyggð
Málsnúmer 2023010023Drög að samningi við Davíkurbyggð um barnaverndarþjónustu kynnt. Samningurinn fer einnig til umfjöllunar í bæjarstjórn Dalvíkur.
Halldóra K. Hauksdóttir lögfræðingur og Vilborg Þórarinsdóttir forstöðumaður sátu fundinn undir þessum lið.Velferðarráð samþykkir drögin fyrir sitt leyti með þeim athugasemdum sem komu fram á fundinum og vísar þeim áfram til fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði.
Barnaverndarþjónusta - samningur við Eyjafjarðarsveit, Grýtubakkahrepp, Hörgársveit og Svalbarðsstrandarhrepp
Málsnúmer 2023010024Drög að samningi við Eyjafjarðarsveit, Grýtubakkahrepp, Hörgársveit og Svalbarðsstrandarhrepp um barnaverndarþjónustu kynnt. Samningurinn fer einnig til umfjöllunar í sveitarstjórnum þessara sveitarfélaga.
Halldóra K. Hauksdóttir lögfræðingur og Vilborg Þórarinsdóttir forstöðumaður sátu fundinn undir þessum lið.Velferðarráð samþykkir drögin fyrir sitt leyti með þeim athugasemdum sem komu fram á fundinum og vísar þeim áfram til fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði.
Innleiðing á nýrri þjónustu við foreldra
Málsnúmer 2023010027Lagt fram minnisblað dagsett 11. janúar 2023 þar sem innleiðing á nýrri þjónustu við foreldra sem eiga í erfiðleikum með uppeldi barna sinna er kynnt.
Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður sat fundinn undir þessum lið.Velferðarráð - málefni fatlaðs fólks - úttekt 2021
Málsnúmer 2021023280Lagt fram minnisblað dagsett 11. janúar 2023 um stöðu verkefna tengd greiningu á rekstri og stjórnsýslu í málaflokki fatlaðs fólks 2021.
Guðrún Guðmundsdóttir starfandi þjónustustjóri sat fundinn undir þessum lið.