Fræðsluráð - 48
- Kl. 13:30 - 15:45
- Fjarfundur
- Fundur nr. 48
Nefndarmenn
- Ingibjörg Ólöf Isaksenformaður
- Þorlákur Axel Jónsson
- Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir
- Rósa Njálsdóttir
- Þórhallur Harðarson
- Einar Gauti Helgasonáheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Karl Frímannssonsviðsstjóri fræðslusviðs ritaði fundargerð
- Árni Konráð Bjarnasonforstöðumaður rekstrardeildar
- Bryndís Björnsdóttirfulltrúi skólastjóra
- Drífa Þórarinsdóttirfulltrúi leikskólastjóra
- Hafdís Ólafsdóttirfulltrúi leikskólakennara
- Hanna Dóra Markúsdóttirfulltrúi grunnskólakennara
- Hildigunnur Rut Jónsdóttirvaramaður foreldra leikskólabarna
- Jóhann Gunnarssonfulltrúi foreldra grunnskólabarna
- Rakel Alda Steinsdóttirfulltrúi ungmennaráðs
Áhrif nýrrar jafnréttislöggjafar á sveitarfélög
Málsnúmer 2021030342Bryndís Elfa Valdemarsdóttir jafnréttisráðgjafi á samfélagssviði kom á fundinn og kynnti nýja jafnréttislöggjöf.
Útleiga á grunnskólum
Málsnúmer 2021040376Bryndís Björnsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra í fræðsluráði fylgdi úr hlaði erindi frá öllum grunnskólastjórum Akureyrarbæjar með ósk um að gjaldskrá vegna útleigu skólanna til gistingar verði tekin til endurskoðunar.
Fræðsluráð tekur undir erindi grunnskólastjóra og leggur áherslu á að tekið verði tillit til ábendinganna. Sviðsstjóra fræðslusviðs er falið að gera minnisblað vegna málsins og leggja fyrir fræðsluráð.
Hollvinafélag Húna II - samningur 2021
Málsnúmer 2020120340Samstarfssamningur við Hollvinafélag Húna II lagður fram til staðfestingar.
Fræðsluráð staðfestir samhljóða þann hluta samningsins sem lýtur að fræðslusviði.
Áskorun um að nota innlend matvæli
Málsnúmer 2021040379Áskorun frá Bændasamtökum Íslands til sveitarfélaga um að nota innlend matvæli í skólamáltíðir lögð fram til kynningar.
Í útboðsgögnum Akureyrarbæjar vegna mötuneyta leik- og grunnskóla er lögð rík áhersla á fjölbreytt úrval fæðuflokka og að kaupa íslenskar afurðir, helst staðbundna framleiðslu. Með því móti heldur Akureyrarbær áfram ábyrgum rekstri skólamötuneyta og mun halda áfram á þeirri braut.
Skóladagatal leik- og grunnskóla 2021-2022
Málsnúmer 2021020395Skóladagatöl leikskóla Akureyrarbæjar fyrir skólaárið 2021-2022 lögð fram til staðfestingar.
Meirihluti fræðsluráðs staðfestir framlögð skóladagatöl.
Þórhallur Harðarson D-lista greiðir atkvæði gegn staðfestingunni og bókar eftirfarandi: Lokanir ættu að vera í mest tvær vikur hjá hverjum leikskóla. Eins sú heimild að bæta við einum átta klukkustunda degi í starfsdaga/skipulagsdaga verði endurskoðuð. Einnig að hið fyrsta verði gerð könnum meðal forráðamanna leikskólabarna um sumarlokanir.
Rósa Njálsdóttir M-lista situr hjá við afgreiðslu þessa máls og leggur áherslu á að framkvæmd styttri lokunar leikskóla verði skoðuð hið fyrsta. Mikilvægt er að fram fari könnun meðal forráðamanna barna um vilja þeirra til sumarlokana.
Meirihluti fræðsluráðs bókar eftirfarandi: Skóladagatöl leikskóla Akureyrar eru til marks um traustvekjandi faglegt kennslustarf í þágu barna og fjölskyldna á Akureyri. Mikilvægt er að fræðsluyfirvöld fylgi faglegum sjónarmiðum skólastjóra, kennara og annars starfsfólks leikskóla um skólastarfið, skóladagatöl og sumarlokanir.Stytting vinnuvikunnar á fræðslusviði
Málsnúmer 2021030773Staðan á vinnu við styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Akureyrarbæjar lögð fram til kynningar.