Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 751
- Kl. 13:00 - 13:45
- Fundarherbergi skipulagssviðs
- Fundur nr. 751
Nefndarmenn
- Leifur Þorsteinssonbyggingarfulltrúi
- Björn Jóhannsson
Starfsmenn
- Stefanía G Sigmundsdóttirfundarritari
Lyngholt 9 - afturköllun á byggingaráformum
Málsnúmer 2017100032Erindi dagsett 9. desember 2019 þar sem Jóhann Elvar Tryggvason leggur inn beiðni um afturköllun á byggingaráformum fyrir bílgeymslu við hús sitt nr. 9 við Lyngholt.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.
Daggarlundur 7 - umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 2017030113Erindi dagsett 9. desember 2019 þar sem Steinmar H. Rögnvaldsson fyrir hönd Guðna Rúnars Kristinssonar og Aldísar Maríu Sigurðardóttur leggur inn nýjar teikningar af húsi nr. 7 við Daggarlund vegna lokaúttektar. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Steinmar H. Rögnvaldsson.
Byggingarfulltrúi frestar erindi og vísar til athugasemda á fylgiblaði.
Daggarlundur 5 - umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 2017030112Erindi dagsett 9. desember 2019 þar sem Steinmar H. Rögnvaldsson fyrir hönd Heiðars Heiðarssonar og Hörpu Hannesdóttur leggur inn nýjar teikningar af húsi nr. 5 við Daggarlund vegna lokaúttektar. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Steinmar H. Rögnvaldsson.
Byggingarfulltrúi frestar erindi og vísar til athugasemda á fylgiblaði.
Drottningarbraut N1 - umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu
Málsnúmer 2017020173Erindi dagsett 9. desember 2019 þar sem Sigurður Einarsson fyrir hönd N1 hf., kt. 540206-2010, sækir um leyfi til að fella niður flóttaleið í gegnum kæli og breyta rými 0103 úr kæli í lager í húsi N1 við Drottningarbraut. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Sigurð Einarsson. Fyrir liggur jákvæð umsögn slökkviliðs og brunahönnuðar.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.
Strandgata 3 - fyrirspurn vegna klæðningar
Málsnúmer 2019120039Erindi dagsett 3. desember 2019 þar sem Kári Magnússon fyrir hönd Strandgötu 3, húsfélags, kt. 580401-3090, leggur inn fyrirspurn vegna fyrirhugaðrar álklæðningar á hvíta fleti hússins nr. 3 við Strandgötu. Meðfylgjandi er sérteikning eftir Kára Magnússon.
Byggingarfulltrúi óskar umsagnar skipulagsráðs um erindið.
Sunnuhlíð 12 - umsókn um breytingu á rýmisnúmerum
Málsnúmer 2019040005Erindi dagsett 12. desember 2019 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd Húsfélagsins Sunnuhlíð 12, kt. 641182-0449, leggur inn umsókn um breytt rýmisnúmer og staðfærðar teikningar. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.
Hjallalundur 16 - umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 2017020163Erindi dagsett 24. febrúar 2017 þar Ágúst Hafsteinsson fyrir hönd Kristjáns Elíss Jónassonar og Ólafar Matthíasdóttur sækir um leyfi fyrir geymslu í þakrými á húsi nr. 16 við Hjallalund. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Ágúst Hafsteinsson. Innkomnar nýjar teikningar 9. desember 2019.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.