Ungmennaráð - 30
- Kl. 16:00 - 18:00
- Íþróttahöllin
- Fundur nr. 30
Nefndarmenn
- Anton Bjarni Bjarkason
- Ásta Sóley Hauksdóttir
- Elva Sól Káradóttir
- Fríða Björg Tómasdóttir
- Lilja Dögun Lúðvíksdóttir
- Stormur Karlsson
- Telma Ósk Þórhallsdóttir
- Þór Reykjalín Jóhannesson
- Freyja Dögg Ágústudóttir
Starfsmenn
- Karen Nóadóttirverkefnastjóri
- Sigríður Ásta Hauksdóttirfundarritari
Þátttökumatstæki ungmennaráða - niðurstöður
Málsnúmer 2020120160Kynntar voru niðurstöður skýrslu UNICEF sem heitir "Þátttökumatstæki ungmennaráða". Ungmennaráð er að mati UNICEF að vinna gott innra starf en tækifæri til betrumbóta liggja hjá stjórnsýslu sveitarfélagsins. Niðurstöðurnar verða sendar bæjarstjórn til upplýsinga og umfjöllunar.
Ungmennaráð bókar sérstaklega hvatningu til nefnda og ráðamanna bæjarins til að auka samráð og bæta eftirfylgni málefna sem varða hagmunamál barna innan bæjarfélagsins. Tryggja þarf betur merkingarbæra þátttöku barna.
Ungmennaskiptaverkefni 2022
Málsnúmer 2022080054Kynntar voru breytingar á fyrirhuguðu ungmennaskiptaverkefni en ábyrgð þess og umsýsla mun færast til Ungmennahúss í stað Ungmennaráðs. Fulltrúar ungmennaráðs geta áfram verið þátttakendur í verkefninu og ekkert mun breytast nema ábyrðin á umsýslunni.
Bæjarstjórnarfundur unga fólksins
Málsnúmer 2021030199Tímasetning, málefni og tilhögun árlegs fundar ungmennaráðs og bæjarstjórnar Akureyrbæjar rædd.
Samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að fundurinn verði haldinn þriðjudaginn 22. nóvember kl. 16:00.
Önnur mál
Málsnúmer 2020120160Karen Nóadóttir nýr verkefnisstjóri barnvæns sveitarfélags á Akureyri kynnti sig fyrir ráðinu.
Farið var yfir stöðuna á rafænum gátlistum fyrir ráð bæjarins sem eru í vinnslu. Gátlistarnir eru leiðarvísar að hagsmunamati fyrir sveitarfélagið þegar kemur að ákvörðunum sem hafa áhrif á börn.
Farið var yfir fyrirkomulag kosninga í ráðið sem ljúka þarf fyrir 1. nóvember.
Farið var yfir fyrirhugaðar breytingar á staðsetingu forvarna- og frístundadeildar sem tilkynntar voru starfsfólki í síðustu viku.Ungmennaráð bókar að óska eftir upplýsingum frá bæjarstjórn um fyrirhugaðar breytingar á starfsaðstöðu forvarna- og frístundadeildar. Óskað er sérstaklega eftir hvernig staðið var að barnvænu hagsmunamati við þessa ákvörðun.