Bæjarráð - 3597
- Kl. 08:15 - 10:24
- Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
- Fundur nr. 3597
Nefndarmenn
- Guðmundur Baldvin Guðmundssonformaður
- Sigríður Huld Jónsdóttir
- Matthías Rögnvaldsson
- Gunnar Gíslason
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Preben Jón Péturssonáheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Eiríkur Björn Björgvinssonbæjarstjóri
- Kristín Sóley Sigursveinsdóttirforstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar ritaði fundargerð
Mánaðarskýrsla bæjarráðs um starfsmanna- og launamál 2018
Málsnúmer 2018020337Lögð fram til kynningar skýrsla um stöðugildi, yfirvinnu og fleira fyrir mánuðina mars og apríl 2018.
Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.Launastefna Akureyrarbæjar
Málsnúmer 20180205733. liður í fundargerð kjarasamninganefndar dagsett 2. mars 2018:
Lögð fram tillaga að mótun heildstæðrar launastefnu Akureyrarbæjar sem hluta af aðgerðum vegna fyrirhugaðrar jafnlaunavottunar hjá sveitarfélaginu.
Kjarasamninganefnd samþykkir að fela sviðsstjóra stjórnsýslusviðs að hefja vinnu við mótun launastefnu Akureyrarbæjar.
Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.Málinu er frestað til næsta fundar bæjarráðs.
Ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2017
Málsnúmer 20170801442. liður í fundargerð bæjarstjórnar dagsett 24. apríl 2018:
Bæjarstjórn vísar ársreikningnum til bæjarráðs og síðari umræðu í bæjarstjórn.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.Bæjarráð vísar ársreikningi Akureyrarbæjar fyrir árið 2017 til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Fylgiskjöl
Ráðhús - breytingar á 4. hæð
Málsnúmer 201801043511. liður í fundargerð umhverfisráðs dagsett 27. apríl 2018:
Lagt fram minnisblað vegna fyrirhugaðra framkvæmda dagsett 25. apríl 2018.
Umhverfis- og mannvirkjaráð vísar tillögunum til umræðu í bæjarráði.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.
Hreinsun gatna - þvottur á götum og stígum
Málsnúmer 201804027714. liður í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsett 27. apríl 2018:
Lagt fram minnisblað dagsett 25. apríl 2018.
Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að farið verði í að þvo götur í eigu bæjarins og óskar eftir viðauka til bæjarráðs að upphæð kr. 8.500.000.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.Bæjarráð samþykkir aukafjárveitingu að upphæð 8,5 milljónir króna.
Fylgiskjöl
Umhverfisátak Akureyrarbæjar 2018
Málsnúmer 201804027916. liður í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsett 27. apríl 2018:
Lagt fram minnisblað dagsett 25. apríl 2018 vegna tiltektar í bæjarlandinu.
Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að veita fjármagni að upphæð kr. 7.000.000 til verkefnisins og óskar eftir viðauka til bæjarráðs.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.Bæjarráð samþykkir aukafjárveitingu að upphæð 7 milljónir króna.
Fylgiskjöl
Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2018 - viðauki
Málsnúmer 2017040095Lagður fram viðauki 6.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka 6 að upphæð 15,5 milljónir króna og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.
Fylgiskjöl
Fimleikafélag Akureyrar
Málsnúmer 20170700482. liður í fundargerð frístundaráðs dagsett 26. apríl 2018:
Lögð fram til kynningar og umræðu samantekt Karls Guðmundssonar verkefnastjóra og Helga Bragasonar framkvæmdastjóra ÍBA á rekstrartölum FIMAK undanfarin ár.
Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð beinir því til bæjarráðs að brugðist verði við rekstrarerfiðleikum Fimleikafélags Akureyrar og þeim veitt aðstoð sbr. tillögu D sem kemur fram í framlagðri samantekt.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.Bæjarráð samþykkir að fyrirframgreiða Fimleikafélagi Akureyrar, allt að krónur 17 milljónir, sem dregst frá framlögum bæjarins til félagsins á næstu fimm árum. Bæjarráð felur sviðsstjóra fjársýslusviðs og deildarstjóra íþróttamála að ganga frá samkomulagi við félagið.
Viðtalstímar bæjarfulltrúa
Málsnúmer 2017100376Lögð fram fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dagsett 26. apríl 2018.
Bæjarráð vísar lið 1 til skipulagssviðs, liðum 2, 4 og 5 til umhverfis- og mannvirkjasviðs, lið 3 til kjarasamninganefndar og lið 6 til velferðarráðs. Liður 7 er lagður fram til kynningar.
Greið leið ehf - aðalfundur 2018
Málsnúmer 2018040306Erindi dagsett 26. apríl 2018 frá Pétri Þór Jónassyni stjórnarformanni Greiðrar leiðar ehf þar sem hann boðar til aðalfundar Greiðrar leiðar ehf sem haldinn verður föstudaginn 11. maí nk. í aðstöðu Vaðlaheiðarganga hf. við gangamunna í Eyjafirði. Fundurinn hefst kl. 15:00.
Bæjarráð felur Sigríði Huld Jónsdóttur bæjarfulltrúa að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.
Fylgiskjöl
Frumvarp til laga um skipulag haf- og strandsvæða, 425. mál
Málsnúmer 2018040237Lagt fram til kynningar erindi dagsett 20. apríl 2018 frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um skipulag haf- og strandsvæða, 425. mál 2018.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 4. maí nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/148/s/0607.htmlBæjarráð felur bæjarstjóra að senda inn umsögn í samræmi við umræður á fundinum.