Bæjarráð - 3578
- Kl. 08:15 - 11:30
- Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
- Fundur nr. 3578
Nefndarmenn
- Guðmundur Baldvin Guðmundssonformaður
- Sigríður Huld Jónsdóttir
- Matthías Rögnvaldsson
- Gunnar Gíslason
- Þorsteinn Hlynur Jónssonáheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Eiríkur Björn Björgvinssonbæjarstjóri
- Dagný Magnea Harðardóttirfundarritari
Blómsturvellir - umsókn um leiguland
Málsnúmer 2017110135Erindi dagsett 8. nóvember 2017 frá Sveini Arnari Reynissyni þar sem óskað er eftir leigulandi í landi Blómsturvalla fyrir íbúðarhús. Meðfylgjandi er yfirlitsteikning.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.Bæjarráð hafnar erindinu og felur bæjarstjóra að svara bréfritara.
Erfðafesta - land 611
Málsnúmer 2017110408Innlausn erfðafestu.
Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður kynnti málið.Bæjaráð felur bæjarlögmanni að innleysa erfðafestu.
Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2018 - gjaldskrár
Málsnúmer 2017040095Tekið fyrir að nýju, bæjarráð frestaði afgreiðslu á síðast fundi sínum.
Lögð fram tillaga að gjaldskrám Akureyrarbæjar 2018.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.Meirihluti bæjarráðs samþykkir framlagðar gjaldskrár og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Gunnar Gíslason D-lista sat hjá við afgreiðslu.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2018-2021
Málsnúmer 2017040095Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.
Dan Jens Brynjarsson sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri vék af fundi kl. 10:24.Forstöðumaður mannauðsdeildar
Málsnúmer 20171102111. liður í fundargerð kjarasamninganefndar dagsett 22. nóvember 2017:
Lögð fram tillaga að nýju starfi stjórnanda á stjórnsýslusviði.
Kjarasamninganefnd leggur til við bæjaráð að starf á mannauðsdeild verði skilgreint sem forstöðumannsstarf. Lagt er til að greitt verði stjórnendaálag vegna starfs forstöðumanns mannauðsdeildar samkvæmt reglum Akureyrarbæjar um greiðslu stjórnendaálags forstöðumanna.Bæjarráð samþykkir tillögu kjarasamninganefndar.
Aðgerðaráætlun gegn kynbundnu ofbeldi og ofbeldi gegn börnum
Málsnúmer 2017110400Umræður um aðgerðaráætlun gegn kynbundnu ofbeldi og ofbeldi gegn börnum.
Katrín Björg Ríkarðsdóttir aðstoðamaður bæjarstjóra sat fund bæjarráðs undir þessum lið.Bæjarráð felur velferðarráði að endurskoða aðgerðaráætlun Akureyrarbæjar gegn kynbundnu ofbeldi og ofbeldi gegn börnum.
Jafnframt felur bæjarráð forstöðumanni mannauðsdeildar og sviðsstjóra samfélagssviðs að endurskoða þá þætti í mannauðsstefnu og jafnréttisstefnu sem lúta að kynbundnu áreiti og ofbeldi.Eyþing - aðalfundur 2017
Málsnúmer 2017100477Lögð fram til kynningar fundargerð aðalfundar Eyþings sem haldinn var 10. og 11. nóvember sl ásamt skýrslu stjórnar.