Bæjarráð - 3307
- Kl. 09:00 - 11:00
- Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
- Fundur nr. 3307
Nefndarmenn
- Oddur Helgi Halldórssonformaður
- Geir Kristinn Aðalsteinsson
- Halla Björk Reynisdóttir
- Hermann Jón Tómasson
- Ólafur Jónsson
- Andrea Sigrún Hjálmsdóttiráheyrnarfulltrúi
- Guðmundur Baldvin Guðmundssonáheyrnarfulltrúi
- Sigurður Guðmundssonáheyrnarfulltrúi
- Eiríkur Björn Björgvinssonbæjarstjóri
- Dan Jens Brynjarssonfjármálastjóri
- Jón Bragi Gunnarssonhagsýslustjóri
- Heiða Karlsdóttirfundarritari
Ný sveitarstjórnarlög nr. 138/2011
Málsnúmer 2012010368Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður mætti á fundinn undir þessum lið og kynnti helstu breytingar með nýjum sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011.\nDagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss sat fundinn undir þessum lið.
<P> Bæjarráð þakkar bæjarlögmanni yfirferðina.</P>
Viðtalstímar bæjarfulltrúa - fundargerðir 2012
Málsnúmer 2012010167Lögð fram fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 26. janúar 2012. Fundargerðin er í 7 liðum.
<DIV>Bæjarráð vísar 1. lið og 2. lið b) til framkvæmdadeildar, 3. lið b) til búsetudeildar.</DIV><DIV>2. liður a) og 3. liður a) og c) eru lagðir fram til kynningar og 4. lið er vísað til skipulagsdeildar.</DIV><DIV><DIV>5. liður: Bæjarráð tekur ekki afstöðu til heildarmagns byggðakvóta.</DIV></DIV><DIV>6. lið er vísað til skipulagsnefndar og 7. lið til skóladeildar.</DIV>
Skammtímavistun - aukin þjónusta
Málsnúmer 20110900462. liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 25. janúar 2012:\nSoffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar, S. Anna Einarsdóttir forstöðumaður skammtímavistunar og Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri á fjölskyldudeild kynntu þörf fyrir aukna þjónustu vegna neyðarvistunar eins einstaklings sex daga vikunnar í skammtímavistuninni. Lagt var fram trúnaðarskjal dags. 24. janúar 2012.\nFélagsmálaráð samþykkir fyrir sitt leyti aukna þjónustu í skammtímavistun. Málinu vísað til bæjarráðs.
<DIV><DIV>Lagt fram til kynningar.</DIV></DIV>
Fráveita - upplýsingar um stöðu mála 2011
Málsnúmer 2011120044Erindi dags. 26. janúar 2012 frá Alfreð Schiöth framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra þar sem heilbrigðisnefnd skorar á bæjarstjórn Akureyrar að láta úrbætur á fráveitu Akureyrarbæjar fá algjöran forgang í framkvæmdaáætlun yfirstandandi árs. Meðfylgjandi er bókun heilbrigðisnefndar frá 25. janúar sl.
<DIV><DIV>Bæjarráð vísar erindinu til framkvæmdaráðs.</DIV></DIV>
Sinfóníuhljómsveit Norðurlands - samningur um starfsemi 2012-2014
Málsnúmer 20111200632. liður í fundargerð stjórnar Akureyrarstofu dags. 25. janúar 2012:\nFarið aftur yfir drög að samningi milli SN og Akureyrarbæjar. Markmið samningsins er að styðja við uppbyggingu Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands sem meginstoðar sígildrar tónlistar utan höfuðborgarsvæðisins og að stuðla að því að Akureyri verði þungamiðja öflugs menningarstarfs á landsbyggðinni með möguleikum til aukinnar atvinnumennsku á listasviði. Áfram verður lögð áhersla á skapandi starf með börnum á starfssvæði hljómsveitarinnar með það að markmiði að þeim fjölgi sífellt sem líta á tilvist hljómsveitarinnar og tónlistarinnar sem hún flytur sem sjálfsagðan hluta af daglegu lífi.\nStjórn Akureyrastofu samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og felur framkvæmdastjóra að ganga frá honum í samræmi við umræður á fundinum og vísar honum til afgreiðslu í bæjarráði.
<DIV><DIV>Bæjarráð samþykkir framlagðan samning.</DIV></DIV>
Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar - þriggja ára áætlun 2013-2015
Málsnúmer 2012010262Unnið að gerð þriggja ára áætlunar 2013-2015.
<DIV><DIV>Bæjarráð vísar áætluninni til fyrri umræðu í bæjarstjórn.</DIV></DIV>