Stjórn Akureyrarstofu - 228
- Kl. 16:15 - 18:57
- Fundarherbergi Akureyrarstofu í menningarhúsinu Hofi
- Fundur nr. 228
Nefndarmenn
- Unnar Jónssonformaður
- Sigfús Arnar Karlsson
- Anna Hildur Guðmundsdóttir
- Eva Hrund Einarsdóttir
- Hildur Friðriksdóttir
- Eva Dögg Fjölnisdóttiráheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Kristinn Jakob Reimarssonsviðsstjóri samfélagssviðs
- Þórgnýr Dýrfjörðdeildarstjóri Akureyrarstofu ritaði fundargerð
Brothættar byggðir
Málsnúmer 2017030294Helga Íris Ingólfsdóttir verkefnastjóri brothættra byggða mætti á fundinn og kynnti stöðu verkefnisins.
Stjórn Akureyrarstofu þakkar Helgu Írisi fyrir greinargóða kynningu og gagnlegar umræður.
Akureyrarstofa - atvinnumál
Málsnúmer 2017010556Umræða um atvinnumál og verkaskiptingu milli Akureyrarstofu og Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar. Lagðar fram upplýsingar um stöðu fjárhagsáætlunar í atvinnutengdum verkefnum. Jafnframt voru lagðir fram til kynningar samningar sem tengjast Frumkvöðlasetri sem komið verður á laggirnar nú á vordögum.
Sviðsstjóra og deildarstjóra Akureyrarstofu falið að ræða við framkvæmdatjóra AFE um verkefni og verkaskipti þessara aðila.
Húsverndarsjóður 2017
Málsnúmer 2017010110Farið yfir tillögur faghóps að viðurkenningum Húsverndarsjóðs fyrir endurbætur á eldri húsum og fyrir byggingarlist.
Hulda Sif Hermannsdóttir verkefnisstjóri menningarmála og viðburða sat fundinn undir þessum lið.Stjórn Akureyrarstofu samþykkir tillögur faghópsins um hvaða byggingar hljóta viðurkenningarnar. Tilkynnt verður um niðurstöðuna á Vorkomu Akureyrarstofu á sumardaginn fyrsta.
Heiðursviðurkenningar 2017 - Menningarsjóður Akureyrar
Málsnúmer 2017030208Farið yfir hugmyndir og tillögur um heiðursviðurkenningar Menningarsjóðs árið 2017. Hulda Sif Hermannsdóttir verkefnisstjóri menningarmála og viðburða sat fundinn undir þessum lið.
Tilkynnt verður um niðurstöður á Vorkomu Akureyrarstofu á sumardaginn fyrsta.
Skáldahúsin á Akureyri - samningar og rekstur 2016
Málsnúmer 2016100062Lögð fram til kynningar drög að samningi við Minjasafnið á Akureyri vegna reksturs skáldahúsanna Nonnahúss, Sigurhæða og Davíðshúss. Til skoðunar er að Sigurhæðir verði gerð að rithöfunda- og fræðimannaíbúð.
Deildarstjóra Akureyrarstofu falið að vinna áfram að málinu.
Viðaukar - reglur
Málsnúmer 2017020133Á fundi bæjarráðs þann 16. mars sl. var samþykkt tillaga að reglum um gerð og meðferð viðauka við fjárhagsáætlun. Bæjarráð óskar eftir að reglurnar verði kynntar í öllum ráðum og stjórnum bæjarins.
Lagt fram til kynningar.
Samfélagssvið - skipulag sviðsins
Málsnúmer 2017010284Lagt fram til kynningar skipurit fyrir sviðið ásamt starfslýsingum fyrir deildarstjóra sviðsins.