Stjórn Akureyrarstofu - 78
- Kl. 16:00 - 18:00
- Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
- Fundur nr. 78
Nefndarmenn
- Halla Björk Reynisdóttirformaður
- Jón Hjaltason
- Sigrún Stefánsdóttir
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Þórgnýr Dýrfjörðfundarritari
Akureyrarstofa - rekstraryfirlit 2010
Málsnúmer 2010080057Lagt fram til kynningar yfirlit um rekstur málaflokka Akureyrarstofu fyrir fyrstu 7 mánuði ársins 2010.
<DIV><DIV><DIV><DIV><DIV> </DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>
Styrkumsókn - Framfarafélagið Stígandi og Skógræktarfélag Eyfirðinga
Málsnúmer 2010080065Lagt fram erindi dags. 29. júní 2010 frá Framfarafélaginu Stíganda og Skógræktarfélagi Eyfirðinga þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 400.000 til útgáfu korts af útvistarsvæðinu í Kjarnaskógi.
<DIV><DIV><DIV>Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 200.000 til verkefnsins og fagnar þeim framförum sem félögin hafa staðið fyrir á útivistarsvæðinu í Kjarnaskógi á síðustu árum.</DIV><DIV>Sigrún Stefánsdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar.</DIV></DIV></DIV>
Landsmót æskulýðsfélaga kirkjunnar - Akureyri 2010
Málsnúmer 2010030175Umsókn dags. 16. ágúst 2010 frá Jónu Lovísu Jónsdóttur fh. stjórnar ÆSKÞ, þar sem óskað er eftir styrk á móti húsaleigu í Íþróttahöllinni.
<DIV><DIV><DIV>Stjórn Akureyrarstofu óskar eftir því að samfélags- og mannréttindaráð og skólanefnd taki umsóknina til umfjöllunar með tilliti til niðurfellingar á húsaleigu í Rósenborg og í Brekkuskóla. </DIV><DIV>Stjórnin mun taka erindið fyrir að nýju að því loknu.</DIV></DIV></DIV>
Atvinnuátaksverkefni Akureyrarbæjar og Vinnumálastofnunar
Málsnúmer 2009020174Lagt fram yfirlit um stöðu atvinnuátaksverkefna Akureyrarbæjar og Vinnumálastofnunar. Fyrir liggur að fjárveiting ársins 2010 til atvinnuátaksverkefna er uppurin og auknar fjárveitingar þurfa að koma til ef Akureyrarbær á að taka þátt í fleiri verkefnum. \nMaría Helena Tryggvadóttir verkefnisstjóri sat fundinn undir þessum lið.
<DIV><DIV><DIV><DIV><DIV>Stjórn Akureyrarstofu óskar eftir því að bæjarráð taki málið til umfjöllunar og taki afstöðu til þess hvort veita eigi frekara fjármagni til atvinnuátaksverkefna á árinu.</DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>
Starfshópur Akureyrarstofu um atvinnumál
Málsnúmer 2010060120Farið yfir fyrstu skref starfshópsins og hugmyndir og áherslur sem ræddar hafa verið á fundum hans. Fyrir liggur samþykki bæjarráðs um viðbótarfjárveitingu til að ráða sérstakan verkefnisstjóra atvinnumála. Jafnframt var gegnið formlega frá skipun starfshópsins.