Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 898
- Kl. 13:00 - 13:30
- Skrifstofa byggingarfulltrúa
- Fundur nr. 898
Nefndarmenn
- Steinmar Heiðar Rögnvaldssonbyggingarfulltrúi
Starfsmenn
- Arnar Ólafssonverkefnastjóri byggingarmála
- Þórunn Vilmarsdóttirfundarritari
Hvolf - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2023010117Erindi dagsett 3. janúar 2023 þar sem Valþór Brynjarsson fyrir hönd Helgu Bjargar Jónasardóttur sækir um byggingarleyfi fyrir byggingu kúluhúss á steyptum kjallara. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Valþór Brynjarsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.
Oddeyrartangi 149144 - umsókn um byggingarleyfi vegna frystivéla
Málsnúmer 2021120713Erindi dagsett 27. desember 2022 þar sem Kári Magnússon fyrir hönd Útgerðarfélags Akureyringa sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum í húsi nr. 13 við Oddeyrartanga. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Kára Magnússon.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.
Fiskitangi 4 - umsókn um byggingarleyfi fyrir hjólaskýli
Málsnúmer 2022010633Erindi dagsett 9. janúar 2023 þar sem Fanney Hauksdóttir fyrir hönd Útgerðarfélags Akureyringa sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af hjólaskýli við hús nr. 4 við Fiskitanga. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.
Miðhúsavegur 6 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2022120496Erindi dagsett 9. desember 2022 þar sem Almar Eggertsson fyrir hönd Verkvals ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir atvinnuhúsnæði á lóð nr. 6 við Miðhúsaveg. Innkomnar nýjar teikningar 6. janúar 2023.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.