Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 714
- Kl. 13:00 - 14:00
- Fundarherbergi á 3. hæð Ráðhúss
- Fundur nr. 714
Nefndarmenn
- Leifur Þorsteinssonbyggingarfulltrúi
- Björn Jóhannsson
Starfsmenn
- Stefanía G Sigmundsdóttirfundarritari
Undirhlíð 1 - umsókn um byggingarleyfi fyrir svalalokun
Málsnúmer 2019030104Erindi móttekið 8. mars 2019 þar sem Valþór Brynjarsson fyrir hönd Húsfélagsins Undirhlíð 1, kt. 630318-2110, sækir um byggingarleyfi fyrir uppsetningu á svalalokunarkefi á svalir íbúða í Undirhlíð 1. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.
Miðhúsavegur 4 - umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 2018070085Erindi móttekið 29. júní 2018 þar sem Jón Björnsson fyrir hönd Verkvals ehf., kt. 530887-1709, sækir um leyfi til að setja upp olíugeymi og dælubúnað til hreinsunar olíumengaðs vatns auk safntanks og gáms til afvötnunar fitu úr fituskiljum á lóð nr. 4 við Miðhúsaveg. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Árna Gunnar Kristjánsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.
Hofsbót 4 - umsókn um breytingar
Málsnúmer 2019010186Erindi dagsett 16. janúar 2019 þar sem Valþór Brynjarsson fyrir hönd Húsfélagsins Hofsbót 4, kt. 471088-1379, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum í húsi nr. 4 við Hofsbót vegna breytinga sem gerðar hafa verið. Meðfylgjandi er gátlisti og teikningar eftir Valþór Brynjarsson. Innkomið samþykki húsfélagsins og nýjar teikningar 1. mars 2019.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.
Hrókaland 8 - umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 2018090294Erindi dagsett 27. febrúar 2019 þar sem Valþór Brynjarsson fyrir hönd SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af Hrókalandi 8. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.
Holtaland 2 Hálönd - umsókn um breytingar
Málsnúmer 2016080013Erindi dagsett 28. febrúar 2019 þar sem Valþór Brynjarsson fyrir hönd SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af frístundahúsi á lóð nr. 2 við Holtaland. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.
Litlahlíð 4 - umsókn um byggingarleyfi fyrir framlengingu þaks yfir svalir
Málsnúmer 2019020286Erindi dagsett 18. febrúar 2019 þar sem Þröstur Sigurðsson fyrir hönd Húsfélagsins Litluhlíð 4, kt. 690699-2229, sækir um byggingarleyfi til að framlengja þak yfir svalir á húsi nr. 4 við Litluhlíð. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Þröst Sigurðsson. Innkomnar nýjar teikningar 13. mars 2019.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.
Glerárgata 28 - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum á 3. hæð
Málsnúmer 2019020315Erindi dagsett 19. febrúar 2019 þar sem Ragnheiður Guðmundsdóttir fyrir hönd Þulu - Norrænt hugvit ehf., kt. 660588-1089, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á innra skipulagi á 3. hæð í húsi nr. 28 við Glerárgötu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson. Innkomnar nýjar teikningar 8. og 13. mars 2019.
Byggingafulltrúi samþykkir erindið.
Klettaborg 43 - umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 2018100388Erindi móttekið 8. mars 2019 þar sem Valþór Brynjarsson fyrir hönd Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum fyrir 6 íbúða fjölbýlishúsi fyrir einstaklinga með sérþarfi við Klettaborg 43. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Valþór Brynjarsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.