Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Rætt um bílastæði fyrir fatlaða sem staðsett eru á bílastæðareitnum við Skipagötu. Þau séu of mjó til að henta fötluðum auk þess sem mörg þeirra eru illa staðsett og ekki í hæð við gönguleiðir. Leifur Þorsteinsson kynnti deiliskipulagsuppdrátt af miðbænum.
Samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra óskar eftir við framkvæmdadeild að úrbætur verði gerðar á bílastæðum fyrir hreyfihamlaða í miðbænum í samráði við formann nefndarinnar.
Einnig óskar nefndin eftir samráði við framkvæmdadeild við endurbætur og framkvæmdir á götum og bílastæðum á miðbæjarsvæðinu samkvæmt nýju deiliskipulagi.
Formaður nefndarinnar kynnti vefsíðuna "gottadgengi.is" sem er upplýsingavefur um aðgengi.
Á fundi sínum 10. september 2012 beindi samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra þeirri ósk til framkvæmdadeildar að umferðar- og gangbrautarljósum með hljóðmerkjum verði fjölgað í bænum.
Lagt var fram yfirlit frá framkvæmdadeild um hvað gert hefur verið í þeim málum.
Óskað er eftir frekari upplýsingum um stöðu mála, kostnað o.fl. frá framkvæmdadeild og óskað er eftir að fulltrúi framkvæmdadeildar komi á næsta fund nefndarinnar.
Málinu frestað.