Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Lögð fram tillaga um breytingu á skipan varamanns í samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra:\nDagur Fannar Dagsson tekur sæti varamanns í stað Tryggva Más Ingvarssonar.
<DIV>Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.</DIV>
Tilnefning tveggja fulltrúa Akureyrarbæjar í svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar og tveggja til vara.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að tilnefna þau Evu Reykjalín Elvarsdóttur og Edward Hákon Huijbens sem aðalmenn í svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar og Sigurjón Jóhannesson og Ólínu Freysteinsdóttur til vara.
6. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 24. september 2014:\nTillaga að breytingu á deiliskipulagi Hafnasvæða sunnan Glerár var grenndarkynnt frá 18. ágúst til 15. september 2014.\nÞrjár athugasemdir bárust vegna grenndarkynningar:\n1) Norðurorka, dagsett 27. ágúst 2014.\nUm er að ræða verulega breytingu fyrir Norðurorku þar sem aðkoma að dælustöð mun þá verða innan lóðar Oddeyrartanga landnr. 149144. Skilyrði þess að Norðurorka geti fallist á breytinguna er að kvaðir verði lagðar á lóðina. Kvaðirnar komi fram á deiliskipulagsuppdrætti og að haft verði samráð við Norðurorku um útfærslu kvaðanna.\n2) Útgerðarfélag Akureyrar, dagsett 2. september 2014. Engar athugasemdir eru gerðar.\n3) Ragna Ragnars, dagsett 15. september 2014. Fallist er á breytinguna ef eignarhlutföll lóðarinnar breytast ekki.\nSvör við athugasemdum:\n1) Samráð var haft við Norðurorku um ákvæði um kvaðir vegna aðkomu að dælustöð NO. Kvaðirnar eru skilgreindar á deiliskipulagsuppdrætti og í greinargerð.\n2) Gefur ekki tilefni til svars.\n3) Umrædd lóð stækkar um 1.938,7 m2 við að gatan Silfurtangi er felld niður og sameinuð lóðinni Oddeyrartanga landnr. 149144. Hlutur eignarlóðar Rögnu Ragnars er 62,34% og hlutur Akureyrarbæjar er 37,66% fyrir breytingu. Lóðarhlutinn sem bætist við heildarlóðina er hluti lands Akureyrarbæjar. \nÞví er ekki óeðlilegt að gerð verði breyting á hlutföllum eignarlandsins í samræmi við það og verði því eftirfarandi: \nHlutur Akureyrarbæjar eftir breytingu verður 42,5% og hlutur Rögnu Ragnars verður 57,5% sem skerðist því hlutfallslega ekki hvað fermetra eignalandsins varðar við breytinguna. \n\nSkipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Bæjarfulltrúi Gunnar Gíslason D-lista óskaði eftir að tekin yrði umræða um vinabæja- og önnur erlend samskipti.\nAlmennar umræður.
Lögð fram tillaga að bókun svohljóðandi:\nBæjarstjórn Akureyrar lýsir furðu sinni á andstöðu formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga við uppbyggingu opinberra starfa á landsbyggðunum, sem birtist í tillöguflutningi hans í borgarráði Reykjavíkur. Orð hans um að gætt sé sérstaklega að "mikilvægi höfuðborgarinnar" þegar kemur að uppbyggingu opinberra stofnana eru í besta falli hjákátleg þegar horft er til þess að nær öll opinber störf á landinu verða til í Reykjavík. Tregða í kerfinu virðist hamla fjölgun opinberra starfa á landsbyggðunum hvort sem það er gert með flutningi stofnana eða staðsetningu nýrra stofnana. Eina leiðin til þess að breytingar verði og fleiri opinber störf byggist upp vítt og breitt um landið er með pólitískri ákvörðun.
<DIV>Bæjarstjórn samþykkir framlagða bókun með 11 samhljóða atkvæðum.</DIV>
Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta bæjarstjórnarfundi.
<DIV></DIV>