Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 390
- Kl. 13:00 - 14:40
- Fundarherbergi skipulagsdeild
- Fundur nr. 390
Nefndarmenn
- Pétur Bolli Jóhannessonskipulagsstjóri
- Leifur Þorsteinsson
- Ólafur Jakobsson
- Stefanía G Sigmundsdóttirfundarritari
Hlíðarfjallsvegur - 215098 - fyrirspurn um leyfi fyrir skrifstofu úr gámaeiningum
Málsnúmer 2012030120Erindi dagsett 12. mars 2012 þar sem Bjarni Reykjalín f.h. Gámaþjónustu Norðurlands ehf., kt. 481287-1039, leggur fram fyrirspurn um hvort leyfi fáist fyrir skrifstofu- og starfsmannahúsi úr gámaeiningum á lóð félagsins við Hlíðarfjallsveg lnr. 215098. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Bjarna Reykjalín.
<DIV><DIV>Skipulagsstjóri tekur jákvætt í erindið. <DIV></DIV></DIV></DIV>
Nökkvasvæði v/ Drottningarbraut - leyfisveitingar fyrir skilti
Málsnúmer 2012030137Erindi dagsett 13. mars 2012 þar sem Rúnar Þór Björnsson f.h. Siglingaklúbbsins Nökkva kt. 450979-0319, óskar eftir leyfi fyrir þremur auglýsingaskiltum á svæði félagsins við Drottningarbraut. Meðfylgjandi er ljósmynd og nánari skýringar.
<DIV><DIV>Skipulagsstjóri samþykkir erindið á grundvelli greinar 7.8.1 í samþykkt um skilti. Hámarksauglýsingaflötur má vera allt að 20 fermetrar og hámarksfjöldi skilta má vera allt að fimm. </DIV></DIV>
Óseyri 1a - umsókn um stöðuleyfi sumarhúss
Málsnúmer 2011090094Erindi dagsett 21. september 2011 þar sem Rögnvaldur Harðarsson óskar eftir stöðuleyfi til að byggja sumarhús til flutnings á lóð nr. 1a við Óseyri. Meðfylgjandi er afstöðumynd og teikning af húsinu. Innkomið samþykki lóðarhafa 15. mars 2012.
<DIV>Skipulagsstjóri samþykkir stöðuleyfi til eins árs. <BR><DIV></DIV></DIV>
Gata norðurljósanna 1 - umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 2012020126Erindi dagsett 14. febrúar 2012 þar sem Gísli Kristinsson f.h. Úrbótamanna ehf., kt. 410683-0599, sækir um byggingarleyfi fyrir nýbyggingu á lóð nr. 1 við Götu norðurljósanna. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Gísla Kristinsson. Innkomnar nýjar teikningar 19. mars 2012.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan í athugasemdir á fylgiblaði.<BR><DIV></DIV>
Grenilundur 25-27 - breytingar úti og inni
Málsnúmer 2012030180Erindi dagsett 13. mars 2012 þar sem Haraldur Árnason f.h. Sigurðar Jónasar Baldurssonar og Guðrúnar Valdísar Eyvindsdóttur eigenda að Grenilundi 27 og Einars E. Sigurðssonar eiganda að Grenilundi 25, sækir um leyfi fyrir stækkun á timburverönd, breytingum á stéttum og tröppum, uppsetningu á gróðurhúsi og geymsluloft sett í bílgeymslur. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald Árnason og samþykki nágranna.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.<BR><DIV></DIV>
Skútagil 5 - umsókn um leyfi fyrir geymslu í risi
Málsnúmer 2012020282Erindi dagsett 28. febrúar 2012 þar sem Haraldur Árnason f.h. Stefáns Austfjörð Gunnarssonar og Guðrúnar Óskar Sigurvinsdóttur sækir um leyfi fyrir geymslulofti og glugga í risi yfir íbúð þeirra að Skútagili 5. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti, einnig skriflegt leyfi íbúa hússins. Innkomnar nýjar teikningar 21. mars 2012.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.<BR><DIV></DIV>
Oddeyrartangi lnr. 149135 - umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 2012030182Erindi dagsett 15. mars 2012 þar sem Þröstur Sigurðsson f.h. Miðpunkts ehf., kt. 570293-2819, sækir um leyfi fyrir stækkun við norðurhlið Norðlenska fyrir bakkaþvottavél og móttöku. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Þröst Sigurðsson.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan í athugasemdir á fylgiblaði.
Þingvallastræti 23 - umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer BN100241Erindi dagsett 13. mars 2012 þar sem Fanney Hauksdóttir f.h. Þingvangs ehf., kt. 671106-0750, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af hótelinu að Þingvallastræti 23. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Fanneyju Hauksdóttur.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan í athugasemdir á fylgiblaði.<BR><DIV></DIV>