Beint í efni

Vefur í vinnslu

Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is

  • Kl. 09:00 - 11:00
  • Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
  • Fundur nr. 3298

Nefndarmenn

    • Oddur Helgi Halldórssonformaður
    • Geir Kristinn Aðalsteinsson
    • Halla Björk Reynisdóttir
    • Hermann Jón Tómasson
    • Njáll Trausti Friðbertsson
    • Andrea Sigrún Hjálmsdóttiráheyrnarfulltrúi
    • Anna Hildur Guðmundsdóttiráheyrnarfulltrúi
    • Petrea Ósk Sigurðardóttiráheyrnarfulltrúi
    • Eiríkur Björn Björgvinssonbæjarstjóri
    • Dan Jens Brynjarssonfjármálastjóri
    • Jón Bragi Gunnarssonhagsýslustjóri
    • Heiða Karlsdóttirfundarritari
  • Flugklasi - samstarf um millilandaflug til Norðurlands

    Málsnúmer 2011060107

    Arnheiður Jóhannsdóttir verkefnisstjóri og Ásbjörn Björgvinsson framkvæmdastjóri hjá Markaðsstofu ferðamála á Norðurlandi mættu á fund bæjarráðs og kynntu flugklasann Air66N.

    <DIV><DIV>Bæjarráð þakkar þeim Arnheiði og Ásbirni fyrir kynninguna.</DIV></DIV>

  • Hundahald í Grímsey - stjórnsýslukæra

    Málsnúmer 2011070056

    Lagður fram til kynningar úrskurður úrskurðarnefndar samkvæmt lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir dags. 10. nóvember 2011 í máli nr. 14/2011 - Hundahald í Grímsey.\nÍ úrskurðinum er meðal annars staðfest ákvörðun Akureyrarbæjar um að banna hundahald í Grímsey með þeim hætti að hvort tveggja sé bannað að þar dvelji hundur og að þangað komi hundur í heimsókn.\nInga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fundinn undir þessum lið.

    <DIV></DIV>

  • Sorphirða í Akureyrarkaupstað - stjórnsýslukæra

    Málsnúmer 2011080078

    Lagður fram til kynningar úrskurður úrskurðarnefndar samkvæmt lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir dags. 10. nóvember 2011 í máli nr. 17/2011 - sorphirða í Akureyrarkaupstað.\nÍ úrskurðinum kemur fram að kæru varðandi sorphirðu í Akureyrarkaupstað er vísað frá úrskurðarnefnd samkvæmt 31. gr. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998.\nInga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fundinn undir þessum lið.

    <DIV></DIV>

  • Eldsneytisútboð fyrir Akureyrarkaupstað - kæra

    Málsnúmer 2011100061

    Lögð fram ákvörðun kærunefndar útboðsmála dags. 1. nóvember 2011 í máli nr. 27/2011.\nÞar kemur fram að kröfum kæranda á hendur Akureyrarbæ vegna útboðs á eldsneyti fyrir Akureyrarbæ er vísað frá kærunefnd útboðsmála.\nInga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fundinn undir þessum lið.

    <DIV></DIV>

  • Ökugerði

    Málsnúmer 2011100060

    Tekið fyrir að nýju, bæjarráð fól bæjarstjóra að vinna áfram að málinu á fundi sínum þann 10. nóvember sl.\nInga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fundinn undir þessum lið.

    <DIV><DIV>Bæjarráð felur bæjarstjóra og bæjarlögmanni að vinna áfram að málinu.</DIV></DIV>

  • AkureyrarAkademían

    Málsnúmer 2011060092

    Lagt fram erindi frá AkureyrarAkademíunni dags. 26. október 2011 þar sem fram kemur að mikilvægt sé að tryggja félaginu framtíðarhúsnæði auk þess að félaginu sé tryggt grunnrekstrarfé.

    <DIV>Bæjarráð vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar.</DIV>

  • Eyþing - fundargerðir

    Málsnúmer 2010110064

    Lagðar fram til kynningar fundargerðir 223., 224. og 225. fundar stjórnar Eyþings.

    <DIV></DIV>

  • Trúnaðarmál

    Málsnúmer 2011110103

    Trúnaðarmál/einstaklingsmál fært í trúnaðarmálabók.

    <DIV> </DIV>

  • Skelfélagið - hluthafafundur og samþykktir 2011

    Málsnúmer 2011040014

    Erindi dags. 15. nóvember 2011 frá Jóhannesi Má Jóhannessyni f.h. Skelfélagsins ehf varðandi hlutafjáraukningu félagsins.

    <DIV><DIV> Bæjarráð samþykkir að falla frá forkaupsrétti.</DIV></DIV>

  • Leikfélag Akureyrar - ársreikningur fyrir starfsárið 2010-2011

    Málsnúmer 2011110084

    Lagður fram til kynningar ársreikningur Leikfélags Akureyrar fyrir starfsárið 2010-2011.

    <DIV></DIV>

  • Leikfélag Akureyrar - staða rekstrar

    Málsnúmer 2011080046

    Þegar hér var komið vék Petrea Ósk Sigurðardóttir B-lista af fundi kl. 11:05.

    Lagt fram minnisblað dags. 16. nóvember 2011 frá Karli Guðmundssyni verkefnastjóra og Jóni Braga Gunnarssyni hagsýslustjóra um úttekt sem gerð var á fjárhagsstöðu Leikfélags Akureyrar.

    <DIV><DIV><DIV>Bæjarráð þakkar Jóni Braga og Karli fyrir skýrsluna.</DIV><DIV>Jafnframt lítur bæjarráð svo á að vinnuhópur sem stofnaður var í september 2011 hafi lokið störfum og málið sé í höndum stjórnar Akureyrarstofu.</DIV></DIV></DIV>

  • Háskólinn á Akureyri og Akureyrarkaupstaður - rammasamningur

    Málsnúmer 2011110017

    6. liður í fundargerð skólanefndar dags. 7. nóvember 2011:\nFyrir fundinum lá tillaga að endurskoðuðum rammasamningi Háskólans á Akureyri og Akureyrarkaupstaðar um samstarf og samningi um þjónustu við leik- og grunnskóla, rannsóknir og úttektir.\nNúgildandi samningar voru undirritaðir árið 2008 og renna út 1. desember 2011. Samningarnir framlengjast til árs í senn hafi þeim ekki verið sagt upp fyrir samningslok.\nAð fenginni reynslu og vegna breytinga sem orðið hafa í HA frá því að þessir samningar voru gerðir, eru tillögur að breytingum lagðar fram.\nSkólanefnd samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi tillögu.

    <DIV><DIV>Bæjarráð samþykkir samningana.</DIV></DIV>

  • Velferðarvaktin - áskorun

    Málsnúmer 2010100177

    Lagt fram til kynningar bréf dags. 14. nóvember 2011 frá Láru Björnsdóttur formanni velferðarvaktarinnar þar sem sveitarstjórnir eru hvattar til að gæta aðgæslu þegar ákvarðanir eru teknar í hagræðingarskyni.

    <DIV>Bæjarráð þakkar erindið.</DIV>

  • Bæjarsjóður Akureyrar - yfirlit um rekstur 2011

    Málsnúmer 2011050045

    Þegar hér var komið vék Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista af fundi kl. 11:33.$line$

    Lagt fram til kynningar yfirlit um rekstur aðalsjóðs frá janúar til september 2011.

    <DIV></DIV>

  • Álagning gjalda - útsvar 2012

    Málsnúmer 2011110099

    Lögð fram tillaga um að útsvarsprósentan í staðgreiðslu opinberra gjalda á árinu 2012 í Akureyrarkaupstað verði óbreytt eða 14,48%.

    <DIV><DIV><DIV>Bæjarráð samþykkir að útsvarsprósenta verði óbreytt eða 14,48% og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar. </DIV></DIV></DIV>

  • Álagning gjalda - fasteignagjöld 2012

    Málsnúmer 2011110100

    Lögð fram tillaga um álagningu fasteignagjalda fyrir árið 2012:

    <DIV><DIV><DIV><P>a) i Fasteignaskattur íbúðarhúsnæðis verði 0,38% af fasteignamati húsa og lóða.</P><P>   ii Fasteignaskattur á hesthús verði 0,90% af fasteignamati húsa og lóða.</P><P>b)   Fasteignaskattur sjúkrastofnana, skóla, heimavista, leikskóla, íþróttahúsa og bókasafna verði 1,32% af fasteignamati og lóðarréttindum.</P><P>c)   Fasteignaskattur af öðru húsnæði en a) og b) lið verði 1,65% af fasteignamati húsa og lóða.</P><P>d)   Lóðarleiga verði 0,5% af fasteignamati lóða fyrir íbúðarhúsnæði.</P><P>e)   Lóðarleiga verði 2,8% af fasteignamati lóða vegna b) og c) liðar.</P><P>f)   Vatnsgjald íbúðarhúsnæðis verði fast gjald kr. 7.275,05 pr. íbúð og kr. 109,15 pr. fermetra.</P><P>g)   Vatnsgjald af öðru húsnæði en íbúðum verði fast gjald kr. 14.550,10 pr. eign og kr. 109,15 pr. fermetra. </P><P>Árlegt vatnsgjald í sumarbústöðum/frístundahúsum skal að lágmarki vera kr. 20.608,50 á ári.</P><P>Árleg vatnsgjöld fyrir sveitabýli, eitt íbúðarhús og útihús á sömu kennitölu skulu vera eitt fastagjald og fullt fermetragjald af íbúðarhúsinu og 1/2 fermetragjald af öðrum húsum. </P><P>   Aukavatnsgjald</P><P>Auk vatnsgjalds, skulu fyrirtæki og aðrir, er nota vatn til annars en heimilisþarfa, greiða aukavatnsgjald. Aukavatnsgjald skal að jafnaði innheimta samkvæmt mæli sem Norðurorka leggur til og er gjald fyrir mæli innifalið í fastagjaldi fyrir matseiningu. Mælar eru settir upp þar sem áætla má að vatnsnotkun sé mikil. Auk þessa er ákvæði í reglugerð um vatnsveitur sveitarfélaga nr. 401/2005 sem heimilar innheimtu samkvæmt áætlun ef ekki er hægt að koma við mælingu. </P><P>Rúmmálsgjald 19,56 kr./m³, fyrstu 100.000 m³.</P><P>Rúmmálsgjald 17,95 kr./m³, fyrir 100.000 m³ til 250.000 m³.</P><P>Rúmmálsgjald 14,68 kr./m³, umfram 250.000 m³.</P><P>Miðað er við ársnotkun. </P><P>h)   Fráveitugjald verði 0,15% af fasteignamati húsa og lóða.</P><P>Vatnsgjald og fráveitugjald (holræsagjald) leggst á nýjar eignir þegar þær teljast fokheldar skv. fasteignamati.</P><P>Almennir gjalddagar fasteignagjalda á árinu 2012 eru átta, 3. dagur hvers mánaðar frá febrúar til september. Gjalddagi fasteignagjalda, að lægri fjárhæð en 10.000 kr., er 3. febrúar 2012. Gjalddagar fasteignagjalda, sem lögð eru á nýjar eignir á árinu, eru jafn margir og almennu gjalddagarnir sem eftir eru ársins þegar álagning fer fram. Frá 1. september er einn gjalddagi vegna nýrra eigna, 3. dagur hvers mánaðar eftir álagningu.</P><P><SPAN style="FONT-FAMILY: Arial; FONT-SIZE: 10pt" lang=IS>Bæjarráð samþykkir tillögu um álagningu fasteignagjalda fyrir árið 2012 og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.</SPAN></P></DIV></DIV></DIV>

  • Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2012

    Málsnúmer 2011070038

    Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

    <DIV></DIV>

  • Reglur um rekstrar- og styrktarsamninga Akureyrarbæjar við frjáls félagasamtök

    Málsnúmer 2011110139

    Lögð fram eftirfarandi tillaga:\n\nBæjarráð Akureyrar samþykkir að fela bæjarstjóra að láta semja reglur um rekstrar- og styrktarsamninga sem Akureyrarbær gerir við frjáls félagasamtök. Í reglunum skal m.a. koma fram hvaða kröfur Akureyrarbær gerir til þeirra félagasamtaka sem njóta fjárframlaga frá bænum og með hvaða hætti Akureyrarbær hefur eftirlit með framkvæmd samninganna. Þetta er gert til að samræma og skýra kröfur af hendi bæjarins og til að tryggja virkt eftirlit.

    <DIV>Bæjarráð samþykkir tillöguna.</DIV>

    Anna Hildur Guðmundsdóttir A-lista vék af fundi kl. 12:10.