Umhverfis- og mannvirkjaráð - 48
- Kl. 08:15 - 10:45
- Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
- Fundur nr. 48
Nefndarmenn
- Jóhann Jónssonvaraformaður
- Ingibjörg Ólöf Isaksen
- Gunnar Gíslason
- Jón Þorvaldur Heiðarsson
- Berglind Bergvinsdóttir
- Jana Salóme I. Jósepsdóttiráheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Guðríður Friðriksdóttirsviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs
- Steindór Ívar Ívarssonforstöðumaður viðhaldsdeildar
- Tómas Björn Haukssonforstöðumaður nýframkvæmda
- Hildigunnur Rut Jónsdóttirforstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar
- Ketill Sigurður Jóelssonverkefnastjóri ritaði fundargerð
Fuglatalning 2018 - Krossanesborgir og Naustaflói
Málsnúmer 2018120102Sverrir Thorstensen og Þorsteinn Þorsteinsson mættu á fundinn og kynntu skýrslur með niðurstöðum fuglatalningar.
Jónas Vigfússon forstöðumaður Umhverfismiðstöðvar sat fundinn undir þessum lið.Umhverfis- og mannvirkjaráð þakkar fyrir kynninguna og leggur til að umhverfis- og mannvirkjasvið móti tillögur að aðgerðum gegn ágengum plöntum í Krossanesborgum og Hrísey.
Fylgiskjöl
Loftgæðamál og aðgerðaáætlun í Akureyrarbæ 2019
Málsnúmer 2018110215Farið yfir stöðuna og aðgerðir kynntar.
Jónas Vigfússon forstöðumaður Umhverfismiðstöðvar sat fundinn undir þessum lið.Vinnuhópur er að störfum og stefnt er að því að leggja fram aðgerðaáætlun í apríl.
Umhverfisstofnun - tilnefning fulltrúa í vatnasvæðanefnd 2019
Málsnúmer 2018120203Lagt fram bréf frá Umhverfisstofnun dagsett 14. desember 2018 þar sem óskað er eftir tilnefningu fulltrúa í vatnasvæðanefnd.
Umhverfis- og mannvirkjaráð tilnefnir Ólaf Kjartansson V-lista í nefndina og Hildigunni Rut Jónsdóttur forstöðumann umhverfis- og sorpdeildar til vara.
Fylgiskjöl
Efniskaup UMSA - útboð 2018
Málsnúmer 2018110217Farið var yfir stöðu efnisútboðs.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að gengið verði til samninga við eftirtalda aðila:
Í málningu og málningarefni: Slippfélagið.
Í pípulagnaefni: Tengi.
Í raflagnaefni: Ískraft.
Í neyðarljós: Nortek.
Í rafmagnstæki: Ormsson.
Í grófvöru og annað byggingarefni: Húsasmiðjan.Ófyrirséð viðhald - útboð 2018
Málsnúmer 2018110216Kynntar breytingar á samningum.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir breytingarnar.
Miðbraut 13 - kauptilboð
Málsnúmer 2018120088Kauptilboð dagsett 17. janúar 2019 lagt fram á fundinum.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að taka tilboði í eignina og felur umhverfis- og mannvirkjasviði að ganga til samninga þess efnis.
Keilusíða 1-3-5 - fjölgun íbúða
Málsnúmer 2018110228Lagt fram minnisblað dagsett 14. janúar 2019.
Klettaborg 43 - íbúðakjarni
Málsnúmer 2017090011Kynnt staða á byggingaframkvæmdum.
Hlíð - breytingar á húsnæði vegna dagþjálfunar.
Málsnúmer 2019010174Tekin fyrir beiðni um endurbætur frá Öldrunarheimilum Akureyrarbæjar vegna nýrrar dagþjálfunar á Hlíð.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að fara í framkvæmdir vegna nýrrar dagþjálfunar á Hlíð og samþykkir áætlaðan kostnað upp á 4 milljónir kr. og verði kostnaður tekinn af fjárveitingu til nýframkvæmda við Hlíð á árinu 2019.
LED götulýsingarlampar - útboð
Málsnúmer 2016120069Farið yfir stöðuna á LED væðingu Akureyrarbæjar.
Hrísey - gatnagerð
Málsnúmer 2019010173Lagt fyrir minnisblað dagsett 16. janúar 2019 vegna útboðs á gatnagerð í Hrísey.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að bjóða út framkvæmdina.
Hlíðarfjall - kaup á snjótroðara
Málsnúmer 2019010175Lagt fram minnisblað dagsett 29. maí 2017 vegna kaupa á snjótroðara.
Umhverfis- og mannvirkjaráð felur sviðstjóra að vinna málið áfram.
Verkfundargerðir 2018
Málsnúmer 2018010235Eftirfarandi fundargerðir voru lagðar fram á fundinum:
Klettaborg 43: 1. og 2. verkfundur dagsettir 20. desember 2018 og 10. janúar 2019.
Framtíðarsýn tjaldsvæðanna og endurnýjun rekstrarsamnings: 1., 2. og 3. verkfundur dagsettir 19. og 26. nóvember og 10. desember 2018.Umhverfis- og mannvirkjaráð - fundaáætlun 2019
Málsnúmer 2019010178Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista óskaði eftir eftirfarandi bókun:
Ég harma að hingað til hafi ekki verið hægt að treysta á fundaáætlun. Mikilvægt er að taka tillit til þess að nefndarfólk þarf í mörgum tilfellum að skipuleggja fundarsetu langt fram í tímann vegna vinnu. Af virðingu við nefndarfólk og vinnuveitendur þeirra þarf fundaáætlun að vera áreiðanleg.