Beint í efni

Vefur í vinnslu

Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is

  • Kl. 09:00 - 11:00
  • Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
  • Fundur nr. 3357

Nefndarmenn

    • Halla Björk Reynisdóttirformaður
    • Inda Björk Gunnarsdóttir
    • Oddur Helgi Halldórsson
    • Andrea Sigrún Hjálmsdóttir
    • Anna Hildur Guðmundsdóttir
    • Guðmundur Baldvin Guðmundssonáheyrnarfulltrúi
    • Logi Már Einarssonáheyrnarfulltrúi
    • Ólafur Jónssonáheyrnarfulltrúi
    • Dan Jens Brynjarssonfjármálastjóri
    • Jón Bragi Gunnarssonhagsýslustjóri
    • Heiða Karlsdóttirfundarritari
Inda Björk Gunnarsdóttir L-lista mætti í forföllum Geirs Kristins Aðalsteinssonar. Anna Hildur Guðmundsdóttir A-lista mætti í forföllum Sigurðar Guðmundssonar.
  • Aðal- og deiliskipulag Glerárdals - vatnsaflsvirkjun samkvæmt "efri kosti"

    Málsnúmer 2013030045

    Erindi dags. 5. mars 2013 frá Andra Teitssyni framkvæmdastjóra Fallorku ehf þar sem óskað er eftir að Akureyrarbær taki afstöðu til breytingar á aðal- og deiliskipulagi Glerárdals og hefji þá vinnu með það fyrir augum að Fallorku ehf verði heimilað að reisa þar 3,3 MW vatnsaflsvirkjun samkvæmt "efri kosti".\nAndri Teitsson mætti á fundinn undir þessum lið og fór yfir málið.

    <DIV><P style="MARGIN: 0cm 0cm 0pt" class=MsoNormal><SPAN style="FONT-FAMILY: Arial; COLOR: black; FONT-SIZE: 10pt; mso-bidi-font-style: italic" lang=EN-GB>Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Halla Björk Reynisdóttir L-lista á því athygli að hún teldi sig vanhæfa að fjalla um þennan lið vegna stjórnarsetu sinnar í Fallorku ehf.</SPAN></P><P style="MARGIN: 0cm 0cm 0pt" class=MsoNormal><SPAN style="FONT-FAMILY: Arial; COLOR: black; FONT-SIZE: 10pt; mso-bidi-font-style: italic" lang=EN-GB>Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir bæjarráð og var það samþykkt með 5 samhljóða atkvæðum. <?xml:namespace prefix = o ns = "urn:schemas-microsoft-com:office:office" /><o:p></o:p></SPAN></P><P style="MARGIN: 0cm 0cm 0pt" class=MsoNormal><SPAN style="FONT-FAMILY: Arial; COLOR: black; FONT-SIZE: 10pt; mso-bidi-font-style: italic" lang=EN-GB>Halla Björk Reynisdóttir ásamt Dan Jens Brynjarssyni fjármálastjóra og Jóni Braga Gunnarssyni hagsýslustjóra, sem einnig eiga sæti í stjórn Fallorku ehf, viku af fundi við afgreiðslu málsins.<o:p></o:p></SPAN></P><P style="MARGIN: 0cm 0cm 0pt" class=MsoNormal><SPAN style="FONT-FAMILY: Arial; COLOR: black; FONT-SIZE: 10pt; mso-bidi-font-style: italic" lang=EN-GB><o:p> </o:p></SPAN><SPAN lang=EN-GB><o:p> </o:p></SPAN></P></DIV><DIV>Bæjarráð þakkar Andra fyrir kynninguna.</DIV><DIV>Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur Eiríki Birni Björgvinssyni bæjarstjóra og Oddi Helga Halldórssyni bæjarfulltrúa að fara í viðræður við forsvarsmenn Fallorku ehf um virkjunarkosti í Glerá og framkvæmdir því tengdu.</DIV><DIV>Bæjarráð vísar málinu að öðru leyti til skipulagsnefndar.</DIV>

  • Gásakaupstaður ses - aðalfundur 2013

    Málsnúmer 2013030037

    Erindi dags. 28. febrúar 2013 frá Guðmundi Sigvaldasyni f.h. stjórnar Gásakaupstaðar ses þar sem boðað er til aðalfundar föstudaginn 22. mars nk. kl. 12:00 í Laxdalshúsi, efri hæð, Hafnarstræti 11, Akureyri.

    <DIV>Bæjarráð felur bæjarstjóra að vera fulltrúi Akureyrarbæjar á fundinum.</DIV>

  • Golfklúbbur Akureyrar - ósk um styrk vegna vetrarskaða á svæði klúbbsins

    Málsnúmer 2013020215

    Erindi dags. 11. mars 2013 frá framkvæmdastjóra Golfklúbbs Akureyrar þar sem óskað er eftir styrk vegna vetrarskaða á svæði klúbbsins.

    <DIV><DIV>Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.</DIV></DIV>

  • Íþróttafélagið Þór - styrkbeiðni vegna vetrarskemmda á svæði félagsins

    Málsnúmer 2013030085

    Erindi dags. 11. mars 2013 frá framkvæmdastjóra Íþróttafélagsins Þórs þar sem óskað er eftir styrk vegna kostnaðar við björgunaraðgerðir á grasvöllum Þórssvæðisins.

    <DIV><DIV><DIV>Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.</DIV></DIV></DIV>

  • Akureyrarkaupstaður 150 ára - afmælisgjöf frá ríkisstjórn Íslands

    Málsnúmer 2012090086

    Lögð fram tillaga um hvernig verja eigi afmælisgjöf ríkisstjórnar Íslands til Akureyrarkaupstaðar í tilefni af 150 ára afmæli bæjarins á síðasta ári.

    <DIV>Bæjarráð samþykkir tilllöguna.</DIV>