Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Umræður og yfirferð um starfsemi og rekstur Sundlaugar Akureyrar.
Elín H. Gísladóttir forstöðumaður Sundlaugar Akureyrar mætti á fundinn undir þessum dagskrárlið.
Tekið fyrir erindi dagsett 2. júní 2015 frá Ómari Kristinssyni formanni Sundfélagsins Óðins þar sem óskað er eftir því að Sundlaug Akureyrar verði lokuð almenningi á meðan AMÍ-mót Sundsambands Íslands og Óðins fer fram í Sundlaug Akureyrar 25.- 28. júní næstkomandi.
Elín H. Gísladóttir forstöðumaður Sundlaugar Akureyrar sat fundinn undir þessum lið.
Ingibjörg Ólöf Isaksen formaður vék af fundi við umræðu og afgreiðslu þessa liðar og Árni Óðinsson varaformaður tók við fundarstjórn.
Íþóttaráð getur ekki orðið við erindinu.
Ingibjörg Ólöf Isaksen formaður mætti aftur á fundinn og tók við fundarstjórn.
Erindi dagsett 2. júní 2015 frá Gunnlaugi V. Guðmundssyni stjórnarmanni í Hasar og forvarna- og félagsmálaráðgjafa, þar sem óskað er eftir styrk fyrir aðstöðu jaðaríþrótta. Gunnlaugur mætti á fundinn undir þessum lið.
Íþróttaráð þakkar Gunnlaugi fyrir komuna á fundinn.
Íþróttaráð getur ekki orðið við erindinu.
Erindi dagsett 30. apríl 2015 frá Hólmgeiri Valdemarssyni formanni Hestamannafélagsins Léttis þar sem óskað er eftir fjárstyrk að upphæð kr. 800.000 til kaupa á hljóðkerfi fyrir mótahald félagsins.
Íþróttaráð getur ekki orðið við erindinu.
Tekið fyrir erindi dagsett 28. maí 2015 frá Einari Gunnlaugssyni formanni Bílaklúbbs Akureyrar þar sem félagið óskar eftir áliti íþróttaráðs á gjaldtöku lögreglu á íþróttaviðburði innan íþróttafélaga ÍBA.
Íþróttaráð þakkar fyrir upplýsingarnar en bendir á að samkvæmt 17. gr. laga um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald nr. 85/2007 er lögreglustjóra heimilt að ákvarða löggæslukostnað þegar sótt er um einstaka viðburði, sem m.a. eru til þess fallnir að valda ónæði, svo sem vegna hávaða, og kalla á eftirlit og/eða löggæslu. Jafnframt bendir íþróttaráð á að það er ekki í valdi ráðsins að meta hvort skilyrði séu fyrir hendi.
Á fundi sínum 29. maí 2015 vísaði samfélags- og mannréttindaráð erindi dagsettu 21. apríl 2015 frá Fimleikafélagi Akureyrar til íþróttaráðs. Erindið er umsókn um styrk þar sem sótt er um kr. 336.000 vegna tilraunaverkefnis til að bjóða upp á betri þjónustu fyrir börn með sérþarfir.
Íþróttaráð getur ekki orðið við erindinu.
Íþróttaráð hvetur til umræðu um málefni barna með sérþarfir í íþrótta- og tómstundastarfi innan kerfis Akureyrarbæjar og íþróttahreyfingarinnar á Akureyri.
Á fundi sínum 29. maí 2015 vísaði samfélags- og mannréttindaráð erindi dagsett 24. apríl 2015 frá Fimleikafélagi Akureyrar til íþróttaráðs. Erindið er umsókn um styrk þar sem sótt er um kr. 193.500 til að mennta parkourþjálfara.
Íþróttaráð samþykkir að veita Fimleikafélagi Akureyrar styrk í samræmi við viðmið og vinnureglur íþróttaráðs vegna námskeiðs- og þjálfarastyrkja.
Á fundi sínum 9. apríl 2015 samþykkti íþróttaráð að veita viðurkenningar til þeirra vinnustaða Akureyrarbæjar sem stæðu sig best í átakinu Hjólað í vinnuna.
Íþróttaráð fagnar góðri þátttöku Akureyringa í átakinu.
Íþróttaráð hyggst veita Lundarskóla, Síðuskóla og Heilsuleikskólanum Krógabóli viðurkenningu fyrir mjög góðan árangur í átakinu Hjólað í vinnuna 2015.
Lögð fram til kynningar rekstrarstaða fjárhagsáætlunar íþróttaráðs fyrir janúar til og með apríl 2015.
Árni Óðinsson S-lista vék af fundi kl. 16:13.
Erindi dagsett 26. maí 2015 frá Rauða krossi Íslands þar sem óskað er eftir samstarfi við Akureyrarbæ um að Íþróttahöllin verði skilgreind sem fjöldahjálparstöð Rauða krossins.
Íþróttaráð samþykkir erindið og felur forstöðumanni íþróttamála að vinna málið áfram.