Velferðarráð - 1313
18.12.2019
Hlusta
- Kl. 14:00 - 14:30
- Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
- Fundur nr. 1313
Nefndarmenn
- Heimir Haraldssonformaður
- Róbert Freyr Jónsson
- Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
- Hermann Ingi Arason
- Lára Halldóra Eiríksdóttir
- Sigrún Elva Briemáheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Halldór Sigurður Guðmundssonframkvæmdastjóri ÖA
- Karólína Gunnarsdóttirforstöðumaður þjónustudeildar fjölskyldusviðs
- Helga Guðrún Erlingsdóttirhjúkrunarforstjóri
- Guðrún Ólafía Sigurðardóttirsviðsstjóri fjölskyldusviðs
- Kristín Birna Kristjánsdóttirfundarritari
Viðauki vegna NPA
Málsnúmer 2019090589Lögð er fram beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun. Lagt er til að hækka fjárhagsáætlun Notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar (NPA) um upphæð kr. 45,7 milljónir vegna ársins 2019.
Velferðarráð samþykkir fyrir sitt leyti beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun og vísar málinu til bæjarráðs.
ÖA - stefna og starfsemi
Málsnúmer 2013010214Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA greindi frá að Helga G. Erlingsdóttir hjúkrunarforstjóri ÖA muni gegna störfum framkvæmdastjóra ÖA vegna námsleyfis hans frá janúar 2020 til júlí 2020. Halldór kynnti stuttlega áform að verkefnum á því tímabili.