Velferðarráð - 1353
- Kl. 14:30 - 17:00
- Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
- Fundur nr. 1353
Nefndarmenn
- Hulda Elma Eysteinsdóttirformaður
- Lára Halldóra Eiríksdóttir
- Karl Liljendal Hólmgeirsson
- Alfa Dröfn Jóhannsdóttir
- Hermann Ingi Arason
- Ísak Már Jóhannessonáheyrnarfulltrúi
- Málfríður Stefanía Þórðardóttiráheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Guðrún Ólafía Sigurðardóttirsviðsstjóri velferðarsviðs
- Karólína Gunnarsdóttirþjónustustjóri velferðarsviðs
- Kristín Birna Kristjánsdóttirfundarritari
Stjórnsýslubreytingar 2021 - samþykktir ráða og kynningar
Málsnúmer 2022010176Farið yfir samþykkt fyrir velferðarráð sem samþykkt var í bæjarstjórn 14. desember 2021.
Þróunarleiðtogar skv. mannréttindastefnu Akureyrarbæjar
Málsnúmer 2022060687Lögð fram mannréttindastefna Akureyrarbæjar en óskað er eftir að ráðin skipi þróunarleiðtoga skv. stefnunni.
Velferðarráð samþykkir Huldu Elmu Eysteinsdóttur formann velferðarráðs sem þróunarleiðtoga velferðarráðs fyrir mannréttindastefnu Akureyrarbæjar.
Velferðarsvið - kynningar á starfsemi
Málsnúmer 2022050722Stutt kynning á velferðarsviði.
Starfsáætlanir ráða 2022
Málsnúmer 2021080829Starfsáætlun velferðarsviðs lögð fram til kynningar og umræðu.
Verkefni nr. 2 í starfsáætlun verlferðarráðs um byggingu þjónustukjarna í Nonnahaga.
Velferðarráð felur sviðsstjóra að greina þörf fyrir húsnæði í málaflokki fatlaðs fólks með það að markmiði að flýta uppbyggingu í Nonnahaga samhliða framkvæmdum í Hafnarstræti.
Verkefni nr. 15 í starfsáætlun verlferðarráðs um kannanir á þjónustu.
Velferðarráð óskar eftir því að framkvæmd verði könnun sem miðar að nýtingu og eftirspurn á íþrótta- og tómstundastarfi fyrir fötluð börn með það að markmiði að auka framboð í samræmi við eftirspurn.
Enn fremur óskar velferðarráð eftir því að í haust verði hafin vinna við kortlagningu á sárafátækt á Akureyri og í framhaldinu verði lögð fram áætlun um það hvernig megi styðja við fólk út úr þeim aðstæðum. Sviðsstjóra er falið koma því verkefni inn í starfsáætlun velferðarsviðs.
Velferðarráð - rekstraryfirlit 2022
Málsnúmer 2022041998Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit velferðarsviðs eftir fyrstu fjóra mánuði ársins.
Kolbeinn Aðalsteinsson forstöðumaður skrifstofu velferðarsviðs og Anna Marit Nielsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu velferðarsviðs sátu fundinn undir þessum lið.
Fjárhagsaðstoð 2022
Málsnúmer 2022041999Lagt fram til kynningar yfirlit yfir veitta fjárhagsaðstoð eftir fyrstu fjóra mánuði ársins.
Kolbeinn Aðalsteinsson forstöðumaður skrifstofu velferðarsviðs og Anna Marit Nielsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu velferðarsviðs sátu fundinn undir þessum lið.
Fjárhagserindi 2022 - áfrýjanir
Málsnúmer 2022011556Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður kynnti áfrýjanir í fjárhagsaðstoð. Afgreiðsla málanna er trúnaðarmál og færð í trúnaðarmálabók velferðarráðs.
Fjárhagserindi og afgreiðsla þeirra eru færð í trúnaðarmálabók velferðarráðs.
Anna Marit Nielsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu velferðarsviðs sat fundinn undir þessum lið.Fjölsmiðjan á Akureyri - beiðni um endurnýjun rekstrarsamnings 2022
Málsnúmer 2022051712Lagt fram erindi frá Erlingi Kristjánssyni forstöðumanni Fjölsmiðjunnar á Akureyri dags. 31. maí 2022 þar sem óskað er eftir endurnýjun á rekstrarsamnngi.
Velferðarráð samþykkir að endurnýja rekstrarsamning til tveggja ára við Fjölsmiðjuna á Akureyri og felur sviðsstjóra að vinna málið.
Fundaáætlun velferðarráðs
Málsnúmer 2015060008Lögð fram drög að fundaáætlun velferðarráðs frá ágúst til desember 2022.
Velferðarráð samþykkir framlagða fundarárætlun.