Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 828
- Kl. 13:00 - 13:50
- Fundarherbergi skipulagssviðs
- Fundur nr. 828
Nefndarmenn
- Steinmar Heiðar Rögnvaldssonbyggingarfulltrúi
Starfsmenn
- Arnar Ólafssonverkefnastjóri byggingarmála
- Þórunn Vilmarsdóttirfundarritari
Austursíða 2 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2020070505Erindi dagsett 21. maí 2021 þar sem Baldur Ó. Svavarsson fyrir hönd Norðurtorgs ehf. sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af Austursíðu 2. Um er að ræða viðbyggingu, breytingar á innra skipulagi og útliti, bílastæðum og viðbótar aðkomu inn á lóðina. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Baldur Ó. Svavarsson. Innkomnar nýjar teikningar 25. ágúst 2021.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.
Kristjánshagi 12 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2021031843Erindi dagsett 24. mars 2021 þar sem Þröstur Sigurðsson fyrir hönd Byggingarfélagsins Hyrnu ehf. sækir um leyfi fyrir breytingum á áður samþykktum teikningum af húsi nr. 12 við Kristjánshaga. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Þröst Sigurðsson. Innkomar nýjar teikningar 19. ágúst 2021.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.
Búðartangi 8 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2021032209Erindi dagsett 30. mars 2021 þar sem Árni Gunnar Kristjánsson fyrir hönd Vals Þórs Marteinssonar sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi á lóð nr. 8 við Búðartanga. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Árna Gunnar Kristjánsson. Innkomnar nýjar teikningar 26. ágúst 2021.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.
Klettaborg 4 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2021061684Erindi dagsett 23. júní 2021 þar sem Rögnvaldur Harðarson fyrir hönd Olgu Siminyakina sækir um byggingarleyfi fyrir bílgeymslu við hús nr. 4 við Klettaborg. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Rögnvald Harðarson. Innkomnar nýjar teikningar 25. ágúst 2021.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.
Sunnuhlíð 12 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi - Dansstúdíó
Málsnúmer 2021081185Erindi dagsett 26. ágúst 2021 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd Húsfélagsins Sunnuhlíð 12 ehf. sækir um samþykki á brunahönnun fyrir hús nr. 12 við Sunnuhlíð og byggingarleyfi fyrir breytingum á rými 0003 fyrir dansstúdíó. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.