Stjórn Akureyrarstofu - 297
- Kl. 14:00 - 17:06
- Fjarfundur
- Fundur nr. 297
Nefndarmenn
- Hilda Jana Gísladóttirformaður
- Anna Fanney Stefánsdóttir
- Sigfús Arnar Karlsson
- Eva Hrund Einarsdóttir
- Finnur Sigurðsson
- Karl Liljendal Hólmgeirssonáheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Kristinn Jakob Reimarssonsviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
- Þórgnýr Dýrfjörðdeildarstjóri Akureyrarstofu
Markaðsátak eftir COVID-19
Málsnúmer 2020040169Umræða um markaðsátak fyrir Akureyrarbæ eftir COVID-19
Gásakaupstaður - framtíð sjálfseignarstofnunarinnar og Miðaldadaga
Málsnúmer 2019030230Lagt fram til kynningar svarbréf bæjarráðs dagsett 2. apríl 2020 til stjórnar Gásakaupstaða ses þar sem samþykktar eru tillögur um að sjálfseignarstofnuninni verði slitið og jafnframt lýst yfir vilja til að gera þriggja ára samstarfssamning um Miðaldadaga að því gefnu að aðrir stofnaðilar Gásakaupstaðar ses taki þátt í verkefninu. Framlag til samstarfssamningsins verði 1 milljón króna á árinu 2020 og rúmast innan fjárhagsáætlunar.
Stjórn Akureyrarstofu felur starfsmönnun að undirbúa drög að samningi vegna Miðaldadaga.
Fylgiskjöl
Endurskoðun menntastefnu 2018
Málsnúmer 2017080125Að beiðni fræðsluráðs er óskað eftir umsögn stjórnar Akureyrarstofu um nýja menntastefnu.
Stjórn Akureyrarstofu felur sviðsstjóra að koma á framfæri þeim athugasemdum sem komu fram á fundinum.
Stjórnin telur mikilvægt að unnin verði aðgerðaáætlun og gerð verði kostnaðargreining.Samningur við Gilfélagið um leigu á Deiglunni
Málsnúmer 2020020492Drög að samningi við Gilfélagið vegna leigu á Deiglunni lagður fram til kynningar.
Stjórn Akureyrarstofu felur starfsmönnum að vinna málið áfram.
Fundargerðir safnráðs Listasafnsins á Akureyri
Málsnúmer 2002040036Fundargerðir safnráðs Listasafnsins á Akureyri nr. 22 og 23 lagðar fram til kynningar.
Fylgiskjöl
Teningnum kastað - listaverk boðið að gjöf
Málsnúmer 2019120271Erindi dagsett 19. desember 2019 frá Guðrúnu Björgu Jóhannsdóttur þar sem boðið er að gjöf án nokkurra skilyrða eða kvaða listaverkið "Teningunum kastað" eftir Jóhann Ingimarsson, Nóa.
Á fundi stjórnar Akureyrarstofu þann 9. janúar 2020 samþykkti stjórnin að óska eftir umsögn Listasafnsráðs.
Á fundi Listasafnsráðs þann 19. febrúar var eftirfarandi umsögn veitt:
Listasafnsráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti en minnir á mikilvægi þess að útilistaverkum í eigu Akureyrarbæjar sé viðhaldið í samræmi við gildandi viðhaldslista.
Stjórn Akureyrarstofu telur tilboðið áhugavert og felur starfsmönnum í samstarfi við umhverfis- og mannvirkjasvið að leggja mat á kostnað við flutning og uppsetningu.
Reglugerð um rekstur héraðsskjalasafns - athugasemdir
Málsnúmer 2020030200Lögð fram til kynningar umsögn Akureyrarbæjar um drög að reglugerð um rekstur héraðsskjalasafns í samræmi við lög um opinber skjalasöfn.
Fylgiskjöl
Gjaldskrá Héraðsskjalasafnsins á Akureyri
Málsnúmer 2020040154Tillaga að gjaldskrá Héraðsskjalasafnsins á Akureyri lögð fram til samþykktar.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir framlagða gjaldskrá með breytingum sem komu fram á fundinum og vísar henni til endanlegrar afgreiðslu í bæjarráði og bæjarstjórn.
Stjórn Akureyrarstofu - rekstraryfirlit 2020
Málsnúmer 2020040153Rekstraryfirlit janúar - febrúar 2020 lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl
Samfélagssvið - starfsmannamál
Málsnúmer 2018110172Lögð fram til kynningar samantekt á yfirvinnu í hlutfalli við dagvinnu á kostnaðarstöðvum sem heyra undir stjórn Akureyrarstofu.
Fundargerðir AFE
Málsnúmer 2019040049Fundargerðir stjórnar AFE nr. 240 - 242 lagðar fram til kynningar ásamt fundargerð frá auka aðalfundi þann 18. nóvember 2019.
Fylgiskjöl
Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra SSNE - fundargerðir stjórnar 2019-2020
Málsnúmer 2020020650Fundargerðir stjórnar SSNE nr. 1 - 7 lagðar fram til kynningar.
Fylgiskjöl