Samfélags- og mannréttindaráð - 73
- Kl. 16:30 - 18:30
- Trója austur 2. hæð Rósenborg
- Fundur nr. 73
Nefndarmenn
- Hlín Bolladóttirformaður
- Tryggvi Þór Gunnarsson
- Heimir Haraldsson
- Guðlaug Kristinsdóttir
- Jóhann Gunnar Sigmarsson
- Katrín Björg Ríkarðsdóttirfundarritari
Fjárhagsáætlun 2011 - samfélags- og mannréttindaráð
Málsnúmer 2010090135Unnið að gerð fjárhagsáætlunar fyrir þá málaflokka sem heyra undir samfélags- og mannréttindaráð.\nBergljót Jónasdóttir forstöðumaður tómstundamála sat fundinn undir þessum lið.
<DIV><DIV></DIV></DIV>
Forvarnastefna - aðgerðaáætlun 2010-2011
Málsnúmer 2007090104Lögð fram til kynningar aðgerðaáætlun um fræðslu í forvarnamálum veturinn 2010-2011.
<DIV><P>Samfélags- og mannréttindaráð felur Grétu Kristjánsdóttur umsjónarmanni forvarna að kynna áætlunina fyrir félagsmálaráði, íþróttaráði og skólanefnd. Ráðið telur það eðlilegt ferli áður en vinnuhópur um endurskoðun forvarnastefnu tekur til starfa.</P></DIV>
Landsmót æskulýðsfélaga kirkjunnar - Akureyri 2010
Málsnúmer 2010030175Tekið fyrir að nýju erindi frá Jónu Lovísu Jónsdóttur fh. stjórnar ÆSKÞ þar sem óskað er eftir styrk á móti húsaleigu. Stjórn Akureyrarstofu hefur á fundi sínum 19. ágúst sl. óskað eftir því að samfélags- og mannréttindaráð taki umsóknina til umfjöllunar m.t.t. niðurfellingar á húsaleigu í Rósenborg. Málið var áður á dagskrá samfélags- og mannréttindaráðs 8. september sl.
<DIV>Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir að veita styrk fyrir húsaleigu í Rósenborg að upphæð kr. 30.000.</DIV>
Menntasmiðja kvenna
Málsnúmer 2008080086Farið yfir stöðu samnings við Starfsendurhæfingu Norðurlands um rekstur á Menntasmiðju kvenna.
<DIV>Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir að endurskoða samninginn.</DIV>
Starfsáætlun 2011
Málsnúmer 2010090136Unnið að undirbúningi starfsáætlunar fyrir árið 2011.
OneSystems - fundarmannagátt
Málsnúmer 2010080042Kynntur nýr vefaðgangur að fundargögnum fyrir fulltrúa í samfélags- og mannréttindaráði.