Bæjarráð - 3484
- Kl. 08:30 - 12:20
- Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
- Fundur nr. 3484
Nefndarmenn
- Guðmundur Baldvin Guðmundssonformaður
- Logi Már Einarsson
- Matthías Rögnvaldsson
- Gunnar Gíslason
- Margrét Kristín Helgadóttir
- Sóley Björk Stefánsdóttiráheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Eiríkur Björn Björgvinssonbæjarstjóri
- Heiða Karlsdóttirfundarritari
Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2016-2019
Málsnúmer 2015040196Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.
Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.Fjárhagsáætlun 2016 - framkvæmdadeild
Málsnúmer 20150800781. liður í fundargerð framkvæmdaráðs dagsett 20. nóvember 2015:
Lögð fram fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2016-2019, sem tekin var til fyrri umræðu í bæjarstjórn 3. nóvember sl. og endurskoðun á rekstri Slökkviliðs Akureyrar m.t.t. sérfræðiaðstoðar.
Ólafur Stefánsson slökkviliðsstjóri mætti á fundinn.
Framkvæmdaráð óskar eftir að sérfræðiþjónusta verði hækkuð hjá Slökkviliði Akureyrar um 1,5 milljónir króna og vísar því til bæjaráðs.
Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.Bæjarráð vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar.
Álagning gjalda - útsvar 2016
Málsnúmer 2015110155Lögð fram tillaga um útsvarsprósentu í staðgreiðslu opinberra gjalda á árinu 2016 í Akureyrarkaupstað.
Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.Bæjarráð samþykkir hámarksútsvarsprósentu fyrir árið 2016 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Álagning gjalda - fasteignagjöld 2016
Málsnúmer 2015110154Lögð fram tillaga að álagningu fasteignagjalda á árinu 2016.
Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu um álagningu fasteignagjalda 2016 og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Listasafn - endurbætur
Málsnúmer 2014010168Farið yfir fyrirhugaðar framkvæmdir á Listasafninu.
Guðríður Friðriksdóttir framkvæmdastjóri Fasteigna Akureyrarbæjar mætti á fund bæjarráðs undir þessum lið.
Einnig sat Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri fundinn undir þessum lið.Drottningarbraut - framkvæmdir
Málsnúmer 2015110156Farið yfir stöðu framkvæmda við Drottningarbraut.
Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur mætti á fund bæjarráðs undir þessum lið.
Einnig sat Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri fundinn undir þessum lið.Ráðstefna - styrkbeiðni
Málsnúmer 2015110151Erindi dagsett 17. nóvember 2015 frá undirbúningshópi vegna ráðstefnunnar Enginn er eyland. Ísland og alþjóðasamfélagið - staða og framtíð Íslands í samfélagi þjóðanna. Ráðstefnuna halda AkureyrarAkademían og Háskólinn á Akureyri í samvinnu við utanríkisráðuneytið. Óskað er eftir að Akureyrarbær styrki ráðstefnuhaldið og undirbúning þess með beinu fjárframlagi að upphæð kr. 300.000.
Bæjarráð samþykkir styrk að upphæð kr. 150.000 sem færist af styrkveitingum bæjarráðs 2016.
Bæjarstjórn Akureyrar og borgarstjórn Reykjavíkur - samstarfsvettvangur
Málsnúmer 2013020193Lagt fram til kynningar erindi dagsett 9. nóvember 2015 frá Sóleyju Tómasdóttur forseta borgarstjórnar Reykjavíkur. Í erindinu er lagt til að næsti sameiginlegi fundur bæjarfulltrúa Akureyrarbæjar og borgarstjórnar Reykjavíkur verði haldinn í Reykjavík þann 4. mars 2016.
Northern Forum 2015
Málsnúmer 2015050178Lagt fram til kynningar þakkarbréf dagsett 16. nóvember 2015 frá Mikhail Pogodaev framkvæmdastjóra Northern Forum fyrir þátttöku fulltrúa Akureyrarbæjar í ráðstefnu sem haldin var 4.- 6. nóvember sl. í Yakutsk, Republic of Sakha (Yakutia), Russia.
Tillaga til þingsályktunar um stefnu og aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum til fjögurra ára, 338. mál
Málsnúmer 2015110124Lagt fram til kynningar erindi dagsett 18. nóvember 2015 frá velferðarnefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um stefnu og aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum til fjögurra ára, 338. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 4. desember 2015 á netfangið nefndasvid@althingi.is.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/145/s/0405.htmlMargrét Kristín Helgadóttir Æ-lista vék af fundi kl. 12:16.