Bæjarstjórn - 3484
- Kl. 16:00 - 17:40
- Fjarfundur
- Fundur nr. 3484
Nefndarmenn
- Halla Björk Reynisdóttirforseti bæjarstjórnar
- Andri Teitsson
- Hlynur Jóhannsson
- Guðmundur Baldvin Guðmundsson
- Gunnar Gíslason
- Heimir Haraldsson
- Hilda Jana Gísladóttir
- Ingibjörg Ólöf Isaksen
- Eva Hrund Einarsdóttir
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Þórhallur Jónsson
Starfsmenn
- Ásthildur Sturludóttirbæjarstjóri
- Kristín Sóley Sigursveinsdóttirfundarritari
Gjaldskrár umhverfis- og mannvirkjasviðs 2020
Málsnúmer 2019090332Liður 3 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 5. nóvember 2020:
Lögð fram drög að auglýsingu um breytingu á gjaldskrá vegna stöðvunarbrota í Akureyrarbæ.
Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti að breyting á gjaldskrá vegna stöðvunarbrota í Akureyrarbæ verði auglýst og vísar málinu til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Andri Teitsson kynnti drögin.Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að vísa málinu til seinni umræðu í bæjarstjórn.
Krókeyri - breyting á aðalskipulagi
Málsnúmer 2020100630Liður 3 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 11. nóvember 2020:
Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi sem felur í sér minniháttar breytingu á ákvæðum varðandi svæði fyrir samfélagsþjónustu, merkt S1. Í breytingunni felst að fellt er út skilyrði um að svæðið skuli eingöngu vera fyrir safnastarfsemi.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi tillaga að breytingu á aðalskipulagi verði samþykkt. Að mati ráðsins er breytingin óveruleg, sbr. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem hún hefur hvorki verulegar breytingar á landnotkun í för með sér né líkleg til að hafa mikil áhrif á einstaka aðila eða áhrif á stór svæði.
Þórhallur Jónsson kynnti tillögu skipulagsráðs.Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að breytingu á aðalskipulagi Krókeyrar sem felur í sér minniháttar breytingu á ákvæðum varðandi svæði fyrir samfélagsþjónustu, merkt S1. Í breytingunni felst að fellt er út skilyrði um að svæðið skuli eingöngu vera fyrir safnastarfsemi.
Breytingin er talin óveruleg, sbr. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem hún hefur hvorki verulegar breytingar á landnotkun í för með sér né líkleg til að hafa mikil áhrif á einstaka aðila eða áhrif á stór svæði.Fylgiskjöl
Atvinnumál í Akureyrarbæ
Málsnúmer 2020100660Rætt um atvinnumál og atvinnutækifæri í Akureyrarbæ.
Gunnar Gíslason opnaði umræðuna og reifaði ýmsa þætti sem varða atvinnumál, atvinnutækifæri og íbúaþróun.
Í umræðum tóku til máls Hilda Jana Gísladótir, Andri Teitsson, Ingibjörg Ólöf Isaksen, Sóley Björk Stefánsdóttir og Gunnar Gíslason.Meirihluti bæjarstjórnar Akureyrarbæjar samþykkir að hefja undirbúning að nýrri atvinnustefnu sem tekur gildi árið 2022.
Hlynur Jóhannsson M-lista situr hjá við afgreiðsluna.SVA - leiðakerfi 2020
Málsnúmer 2020020042Rætt um endurskoðun leiðakerfis Strætisvagna Akureyrar.
Guðmundur Baldvin Guðmundsson kynnti markmið endurskoðunar leiðakerfisins og verklag við endurskoðunina.
Í umræðum tóku til máls Sóley Björk Stefánsdóttir, Andri Teitsson, Hilda Jana Gísladóttir, Hlynur Jóhannsson, Gunnar Gíslason, Þórhallur Jónsson og Guðmundur Baldvin Guðmundsson.Skýrsla bæjarstjóra
Málsnúmer 2010090095Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta fundi bæjarstjórnar.