Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 578
- Kl. 13:00 - 14:00
- Fundarherbergi skipulagsdeild
- Fundur nr. 578
Nefndarmenn
- Bjarki Jóhannessonskipulagsstjóri
- Leifur Þorsteinsson
- Björn Jóhannsson
Starfsmenn
- Stefanía G Sigmundsdóttirfundarritari
Austurbrú 10-12 - umsókn um prufuholur
Málsnúmer 2015080050Erindi dagsett 15. mars 2016 þar sem Steingrímur Pétursson f.h. Furuvalla 7 ehf., kt. 530212-0170, sækir um að grafa prufuholur á lóðunum nr. 2-12 við Austurbrú, skv. meðfylgjandi teikningu.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið. Staðsetning og frágangur skal gerður í samráði við byggingareftirlit.
Óseyri 9 - umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 2016010190Erindi dagsett 26. janúar 2016 þar sem Jónas V. Karlesson f.h. Rariks ohf. kt. 520269-2669, sækir um leyfi fyrir breytingum innanhúss við Óseyri 9. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Jónas V. Karlesson. Innkomnar teikningar 26. janúar og 14. mars 2016.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.
Eyrarlandstún, viðbygging - umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 2016030070Erindi dagsett 10. mars 2016 þar sem Fanney Hauksdóttir f.h. Sjúkrahússins á Akureyri, kt. 580269-2229, sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu ofan á álmu B, til fokheldis. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Fanneyju Hauksdóttur.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.
Eyrarlandsvegur 32 - Eyrarlandstún SAk, A og C álma - umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 2016030141Erindi dagsett 10. mars 2016 þar sem Fanney Hauksdóttir f.h. Sjúkrahússins á Akureyri, kt. 580269-2229 sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum fyrir A og C-álmu við Eyrarlandsveg. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Fanneyju Hauksdóttur.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.
Gleráreyrar 1, rými 46, Heimilistæki - umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 2016030082Erindi dagsett 11. mars 2016 þar sem Egill Guðmundsson f.h. EF 1 hf., kt. 681113-0960, sækir um breytingar á rými nr. 46 á Glerártorgi. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Egil Guðmundsson.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.