Velferðarráð - 1219
- Kl. 14:00 - 17:45
- Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
- Fundur nr. 1219
Nefndarmenn
- Sigríður Huld Jónsdóttirformaður
- Guðlaug Kristinsdóttir
- Róbert Freyr Jónsson
- Svava Þórhildur Hjaltalín
- Valur Sæmundsson
- Guðrún Karitas Garðarsdóttiráheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Guðrún Ólafía Sigurðardóttirframkvæmdastjóri
- Margrét Alfreðsdóttirfundarritari
Endurbætur á ÖA - Víði- og Furuhlíð
Málsnúmer 2013110216Tekið fyrir að nýju minnisblað dagsett 13. október 2015 frá Fasteignum Akureyrarbæjar og minnisblað framkvæmdastjóra ÖA dagsett 1. nóvember 2015, þar sem greint var frá niðurstöðum og kostnaðaráætlun fyrir endurbætur á Víði- og Furuhlíð.
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar vísaði málinu til umræðu í velferðarráði, sbr. bókun stjórnar FA þann 12. október 2015.
Einnig lögð fram þarfagreining sem unnin var á vegum vinnuhóps Fasteigna Akueyrarbæjar, ÖA og velferðarráðs um endurbæturnar.
Á fundinn mættu Helga Erlingsdóttir hjúkrunarforstjóri, sem fulltrúi ÖA og velferðarráðs í undirbúningshópi vegna endurbótanna og Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður bæjarráðs.Samkvæmt framkvæmda- og fjárhagsáætlun Akureyrarkaupstaðar 2016 er framkvæmdum á Víði- og Furuhlíð frestað.
Endurbætur - aðgangsstýringar og lyklakerfi
Málsnúmer 2015020005Frestað frá síðasta fundi og tekið fyrir að nýju minnisblað dagsett 1. nóvember 2015 frá framkvæmdastjóra ÖA Halldóri Guðmundssyni þar sem leitað var eftir samþykkt fyrir uppsetningu á rafrænum aðgangsstýringum á um 120 hurðum í Hlíð.
Mál þetta var áður til afgreiðslu í velferðarráði (félagsmálaráði) þann 6. febrúar 2015, þar sem heimilað var að leita til Fasteigna Akureyrarbæjar með fyrrgreindar breytingar.
Velferðarráð samþykkir fyrir sitt leyti að ráðist verði í umræddar endurbætur á aðgangskerfi og lyklakerfi í Hlíð.Kynjasamþætting - innleiðing 2015
Málsnúmer 2015010201Katrín Björg Ríkarðsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra kom á fundinn til að ræða kynjaða fjárhagsáætlanagerð. Anna Lilja Björnsdóttir verkefnisstjóri velferðarstefnu sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð þakkar kynninguna.
Fjölskyldudeild - kynning á starfsemi 2015
Málsnúmer 2015010049Áskell Örn Kárason forstöðumaður kynnti ESTER matskerfið sem Barnaverndarstofa er að innleiða. Anna Lilja Björnsdóttir verkefnisstjóri velferðarstefnu sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð þakkar kynninguna.
Askjan - fjölskyldustuðningur
Málsnúmer 2014100054Fanney Jónsdóttir umsjónarmaður Öskjunnar, Fanný R. Meldal sálfræðingur, Þorleifur Kr. Níelsson félagsráðgjafi og Katrín Árnadóttir félagsráðgjafi gerðu grein fyrir stöðu úrræðisins eftir eins árs starf. Fyrir liggur greinargerð Öskjuteymisins dagsett 1. nóvember 2015. Anna Lilja Björnsdóttir verkefnisstjóri velferðarstefnu sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð þakkar kynninguna.
Rannsóknir í málaflokki fatlaðs fólks
Málsnúmer 2015110066Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri fjölskyldudeildar kynnti nýlega könnun meðal foreldra fatlaðra barna um tómstundaþátttöku barnanna. Anna Lilja Björnsdóttir verkefnisstjóri velferðarstefnu sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð þakkar kynninguna.
Skógarlundur - starfsemi
Málsnúmer 2015110065Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri og Margrét I. Ríkarðsdóttir forstöðumaður kynntu samantekt um starfsemi Skógarlundar. Anna Lilja Björnsdóttir verkefnisstjóri velferðarstefnu sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð þakkar kynninguna.
Forstöðumanni falið að vinna áfram með hugmyndir sem kynntar voru á fundinum.Félagsþjónusta - stuðningsfjölskyldur
Málsnúmer 2015110067Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar og Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður kynntu þörf fyrir stuðningsfjölskyldur í félagsþjónustu. Lagt var fram minnisblað Guðrúnar dagsett 16. nóvember 2015. Anna Lilja Björnsdóttir verkefnisstjóri velferðarstefnu sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð þakkar kynninguna.
Velferðarráð samþykkir tilraunaverkefni til eins árs frá 1. janúar 2016, sem rúmist innan fjárheimildar. Lögð verði fram áfangaskýrsla eftir 6 mánuði.Fjárhagsaðstoð 2015
Málsnúmer 2015010058Lagt fram til kynningar yfirlit yfir veitta fjárhagsaðstoð fyrstu tíu mánuði ársins. Anna Lilja Björnsdóttir verkefnisstjóri velferðarstefnu sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð þakkar kynninguna.
Móttaka flóttamanna
Málsnúmer 2015090017Velferðarráð ræddi stöðuna er varðar móttöku flóttamannanna. Anna Lilja Björnsdóttir verkefnisstjóri velferðarstefnu sat fundinn undir þessum lið.
Þingsályktun um framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks til ársins 2014, 440. mál
Málsnúmer 2012020024Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar og Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri lögðu fram bréf dagsett 3. nóvember 2015 frá velferðarráðuneytinu með boð um að sækja um styrk til að koma í framkvæmd verkefni H.1 skv. framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks um að koma á notendaráði sem sé ráðgefandi varðandi stefnumótun í málefnum fatlaðs fólks á svæðinu. Anna Lilja Björnsdóttir verkefnisstjóri velferðarstefnu sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð felur Guðrúnu Sigurðardóttur framkvæmdastjóra fjölskyldudeildar og Soffíu Lárusdóttur framkvæmdastjóra búsetudeildar að sækja um styrkinn.