Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 256
- Kl. 08:15 - 10:15
- Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
- Fundur nr. 256
Nefndarmenn
- Dagur Fannar Dagssonformaður
- Helena Þuríður Karlsdóttir
- Ingibjörg Ólöf Isaksen
- Jón Þorvaldur Heiðarsson
- Njáll Trausti Friðbertsson
- Hermann Ingi Arasonáheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Guðríður Friðriksdóttirframkvæmdastjóri
- Óskar Gísli Sveinssonverkefnastjóri viðhalds
- Dóra Sif Sigtryggsdóttirfundarritari
Ófyrirséð viðhald - útboð 2014
Málsnúmer 2014110022Lagt fram minnisblað dags. 13. janúar 2015 vegna samninga við iðnaðarmenn eftir útboð á ófyrirséðu viðhaldi FA áranna 2015-2016.
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir samningana.
Hlíð og Rósenborg - utanhússmálun og múrviðgerðir
Málsnúmer 2015020030Lagðar fram til kynningar niðurstöður útboðs á utanhússmálun og múrviðgerðum.
7 tilboð frá eftirtöldum aðilum bárust í Suðurhlíð:
GÞ málverk - kr. 6.320.600 - 80,8%
Betri Fagmenn - kr. 7.487.900 - 95,8%
Íslenskir Málarar - kr. 7.789.500 - 99,6%
Litblær - kr. 8.980.400 - 114,8%
Betra mál - kr. 9.059.004 - 115,8%
Björn Málari - kr. 9.207.600 - 117,7%
Litblær - frávik ekki múr - kr. 7.332.400 - 93,8%
Kostnaðaráætlun - kr. 7.820.032 - 100,0%
3 tilboð bárust í Rósenborg frá eftirtöldum aðilum:
Rúnar Kristdórsson - kr. 9.840.200 - 75%
Björn Málari - kr. 15.578.600 - 119%
Litblær - kr. 17.452.600 - 134%
Kostnaðaráætlun - kr. 13.058.900 - 100%Fasteignir Akureyrarbæjar - aðalskoðun leiksvæða
Málsnúmer 2015020028Lagt fram minnisblað dagsett 4. febrúar 2015 um aðalskoðanir á leiksvæðum grunn- og leikskóla.
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir að aðalskoðun leiksvæða verði boðin út.
Naustaskóli - íþróttahús
Málsnúmer 2015020029Lögð fram kostnaðaráætlun dagsett 4. febrúar 2015 og rætt um væntanlegt útboð á framkvæmdum við íþrótthúsið við Naustaskóla.
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir að bjóða framkvæmdina út.
Ráðhús - stigahús á norðurhlið
Málsnúmer 2011040119Lagt fram minnisblað dagsett 4. febrúar 2015 um stigahús á norðurhlið Ráðhúss og rætt um væntanlegt útboð á framkvæmdum.
Meirihluti stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir að bjóða framkvæmdina út.
Jón Þorvaldur Heiðarsson Æ-lista greiddi atkvæði á móti.