Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 649
- Kl. 13:00 - 14:05
- Fundarherbergi skipulagsdeild
- Fundur nr. 649
Nefndarmenn
- Bjarki Jóhannessonbyggingarfulltrúi
- Leifur Þorsteinsson
- Björn Jóhannsson
Starfsmenn
- Stefanía G Sigmundsdóttirfundarritari
Ægisnes 3 - umsókn um byggingarleyfi, starfsmannahús, mhl. 02
Málsnúmer 2017010270Erindi dagsett 10. október 2017 þar sem Haraldur Árnason fyrir hönd Íslenska Gámafélagsins ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á húsi nr. 3 við Ægisnes. Sótt er um að fækka bílastæðum, fjarlægja vegg milli bakinngangs og ræstingar og loftræstingu breytt í lager/geymslum. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald Árnason.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.
Gleráreyrar 1, rými 30-33 - umsókn um byggingarleyfi fyrir opnun milli bila 32-33
Málsnúmer 2017090161Erindi dagsett 22. september 2017 þar sem Egill Guðmundsson fyrir hönd EF1 hf. sækir um leyfi til að opna milli verslunarbila 32 og 33 í hús nr. 1 við Gleráreyrar. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Egil Guðmundsson.
Byggingafulltrúi samþykkir erindið.
Eyrarlandstún SAk B og C-álma - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum
Málsnúmer 2014060216Erindi dagsett 25. júlí 2017 þar sem Fanney Hauksdóttir fyrir hönd SAk Sjúkrahússins á Akureyri sækir leyfi til að innrétta rými fyrir Apótek SAk í þakbyggingu á B-álmu ásamt stækkun á loftræsirými á þaki C-álmu við Eyrarlandsveg. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Fanneyju Hauksdóttur. Innkomnar nýjar teikningar 4. október 2017.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.
Beykilundur 1 - umsókn um byggingarleyfi fyrir kjallara undir sólpall
Málsnúmer 2017080048Erindi dagsett 15. ágúst 2017 þar sem Sigurður Steingrímsson og Kristjana Friðriksdóttir sækja um byggingarleyfi fyrir kjallara undir sólpall við hús nr. 1 við Beykilund. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Árna Gunnar Kristjánsson. Innkomnar nýjar teikningar 5. október 2017.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.
Austurbrú 2-4 - umsókn um breytingar
Málsnúmer 2016040126Erindi dagsett 25. september 2017 þar sem Ingólfur Guðmundsson fyrir hönd Furuvalla 7 ehf. sækir um breytingar frá áður samþykktum teikningum fyrir Austurbrú 2-4. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson. Innkomnar nýjar teikningar 6. október 2017.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.
Mýrarvegur, Kaupangur - stækkun matvöruverslunar til suðurs, rými 0106 og 0107
Málsnúmer 2017060221Erindi dagsett 29. júní 2017 þar sem Ragnar Fr. Guðmundsson fyrir hönd Ötuls ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á rými 0106 og 0107 (matvöruverslun) í norðurenda Kaupangs við Mýrarveg. Sótt er um stækkun til suðurs og sameiningu rýma 0106 og 0107. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson. Innkomnar nýjar teikningar 17. júlí 2017. Innkomið samþykki eigenda 2. október 2017.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.
Kotárgerði 5 - umsókn um leyfi fyrir viðbyggingar
Málsnúmer 2016020020Erindi dagsett 2. febrúar 2016 þar sem Guðrún Dóra Clarke og Sveinn Ríkharður Jóelsson sækja um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við Kotárgerði 5. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Valbjörn Ægi Vilhjálmsson. Innkomnar nýjar teikningar 2. október 2017.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.
Margrétarhagi 12 - umsókn um frest
Málsnúmer 2017030098Erindi dagsett 9. október 2017 þar sem Tryggvi Tryggvason fyrir hönd Árness ehf. sækir um frest til 31. mars 2018 til að skila inn teikningum af fyrirhuguðu húsi á lóð nr. 12 við Margrétarhaga.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.
Hríseyjargata 21 - umsókn um bílastæði
Málsnúmer 2017100059Erindi dagsett 3. október 2017 þar sem Elspa S. Salberg Olsen sækir um að fá sérmerkt bílastæði í götunni við heimili sitt nr. 21 við Hríseyjargötu. Meðfylgjandi er skýringarmynd og afrit af stæðiskorti fyrir hreyfihamlaða, ásamt samþykki nágranna.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu og óskar eftir umsögn umhverfis- og mannvirkjasviðs.
Hafnarstræti 26B - umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 2017090022Erindi dagsett 4. september 2017 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd H-26 ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishús nr. 26B á lóðinni Hafnarstræti 26. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason. Innkomnar nýjar teikningar 10. október 2017.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.