Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 531
- Kl. 13:00 - 14:00
- Fundarherbergi skipulagsdeild
- Fundur nr. 531
Nefndarmenn
- Pétur Bolli Jóhannessonskipulagsstjóri
- Leifur Þorsteinsson
- Ólafur Jakobsson
Starfsmenn
- Stefanía G Sigmundsdóttirfundarritari
Kjarnalundur landnr. 150012 - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum innanhúss
Málsnúmer 2014120088Erindi dagsett 12. desember 2014 þar sem Magnús Guðjónsson f.h. Kjarnalundar ehf., kt. 541114-0330, sækir um breytingar innanhúss á Kjarnalundi, landnr. 150012. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason. Innkomnar teikningar 5. og 11. mars 2015.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.
Hvannavellir 14 - umsókn um byggingarleyfi fyrir veitingastað
Málsnúmer 2011050120Erindi dagsett 21. júní 2011 þar sem Haraldur Árnason f.h. Veisluþjónustunnar ehf., kt. 680502-2850, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af veitingahúsi að Hvannavöllum 14. Fallið er frá breytingum á 2. hæð hússins. Meðfylgjandi er teikning eftir Harald Árnason móttekin 21. júní 2011.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.
Skólastígur 5 - umsókn um breytingar utanhúss
Málsnúmer 2015030098Erindi dagsett 9. mars 2015 þar sem Haraldur S. Árnason f.h. TG Eigna ehf., kt. 590214-0350, sækir um breytingar utanhúss á Skólastíg 5. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason.
Skipulagsstjóri vísar erindinu til umsagnar skipulagsnefndar þar sem um er að ræða breytingu á útliti hússins.
Lækjargata 9a - umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 2014110175Erindi dagsett 2. febrúar 2015 þar sem Halldór Arnarson f.h. Trémáls ehf., kt. 580587-1199, sækir um breytingar á húsi nr. 9a við Lækjargötu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Halldór Þór Arnarson. Innkomnar teikningar 6. mars 2015.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.
Skólastígur 4 - umsókn um stöðuleyfi pylsuvagns
Málsnúmer 2013120059Erindi dagsett 6. janúar 2015 þar sem Arnar Þór Þorsteinsson f.h. GA Samvirkni ehf., kt. 630608-0740, sækir um endurnýjun á stöðuleyfi fyrir pylsuvagn við Sundlaug Akureyrar fyrir árið 2015. Meðfylgjandi er afrit af starfsleyfi frá Heilbrigðiseftirliti og samþykki frá Fasteignum Akureyrarbæjar.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.
Fiskitangi 4 - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum
Málsnúmer 2014090185Erindi dagsett 5. mars 2015 þar sem Fanney Hauksdóttir f.h. Útgerðarfélags Akureyringa ehf., kt. 500209-0620, sækir um leyfi til breytinga vegna bráðabirgða notkunar rýmis fyrir pökkun. Meðfylgjandi er teikning eftir Fanneyju Hauksdóttur.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.