Félagsmálaráð - 1157
- Kl. 14:00 - 17:00
- Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
- Fundur nr. 1157
Nefndarmenn
- Dagur Fannar Dagssonvaraformaður
- Tryggvi Þór Gunnarsson
- Oktavía Jóhannesdóttir
- Sif Sigurðardóttir
- Valur Sæmundsson
- Guðlaug Kristinsdóttiráheyrnarfulltrúi
- Valdís Anna Jónsdóttiráheyrnarfulltrúi
- Bryndís Dagbjartsdóttirfundarritari
Fjárhagserindi 2013 - áfrýjanir
Málsnúmer 2013010061Katrín Árnadóttir félagsráðgjafi á fjölskyldudeild kynnti áfrýjun í fjárhagsaðstoð.
Áfrýjanir og afgreiðsla þeirra er færð í trúnaðarbók félagsmálaráðs.
Fjárhagsaðstoð 2012
Málsnúmer 2012010021Lagt fram til kynningar yfirlit yfir veitta fjárhagsaðstoð árið 2012.
<DIV></DIV>
Leiguíbúðir Akureyrarbæjar 2012
Málsnúmer 2012080049Lagt fram til kynningar yfirlit yfir biðlista eftir leiguíbúðum Akureyrarbæjar dags. 31. desember 2012. Jón Heiðar Daðason húsnæðisfulltrúi á húsnæðisdeild mætti á fundinn undir þessum lið.
<DIV></DIV>
Félagslegar leiguíbúðir - úttekt/skýrsla 14. desember 2012
Málsnúmer 2012121194Lögð fram til kynningar skýrsla um leiguíbúðir Akureyrarbæjar dags. 14. desember 2012. Skýrslan er afrakstur vinnuhóps sem félagsmálaráð skipaði í apríl 2012. \nSoffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar, Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar, Guðríður Friðriksdóttir framkvæmdastjóri Fasteigna Akureyrarbæjar og Jón Heiðar Daðason húsnæðisfulltrúi á húsnæðisdeild kynntu efni skýrslunnar.
<DIV>Félagsmálaráð þakkar vinnuhópnum fyrir þeirra starf og góða kynningu.</DIV>
Heilsugæslustöðin á Akureyri - heimilislæknar
Málsnúmer 2013010052Margrét Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri og Þórir V. Þórisson yfirlæknir HAK kynntu stöðu og horfur í starfsmannahaldi heimilislækna við heilsugæsluna.
<DIV>Félagsmálaráð þakkar kynninguna.</DIV>