Stjórn Akureyrarstofu - 104
- Kl. 16:00 -
- Fundarherbergi Akureyrarstofu í menningarhúsinu Hofi
- Fundur nr. 104
Nefndarmenn
- Halla Björk Reynisdóttirformaður
- Hlín Bolladóttir
- Sigmundur Ófeigsson
- Jóhann Jónsson
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Þórgnýr Dýrfjörðfundarritari
Menningarfélagið Hof ses - ósk um endurnýjun samstarfssamnings félagsins og Akureyrarbæjar
Málsnúmer 2011030188Formaður og framkvæmdastjóri greindu frá fundi sem þeir áttu með fulltrúum Menningarfélagsins um samningagerðina, markmið, tímalengd og fjárhæðir.
<DIV><DIV>Framkvæmdastjóra falið að vinna drög að nýjum samningi við Menningarfélagið og leggja fyrir stjórn Akureyrarstofu á næsta fundi.</DIV></DIV>
Leikfélag Akureyrar - staða rekstrar
Málsnúmer 2011080046Farið yfir drög að samkomulagi við LA um 30 mkr. fyrirframgreiðslu á væntanlegu framlagi ársins 2012.
<DIV>Stjórn Akureyrarstofu gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi drög eða skilyrði fyrirframgreiðslunnar. Jafnframt samþykkir stjórnin að almennt verði gert að skilyrði í öllum samningum sem Akureyrarstofa gerir og þar sem fjárframlög eru hærri en 15 milljónir króna á ári, skili samningsaðilar árituðu milliuppgjöri og endurskoðuðu ársuppgjöri.</DIV>
Samningur um samstarf ríkis og Akureyrarbæjar í menningarmálum - endurnýjun 2011
Málsnúmer 2010110047Framkvæmdastjóri greindi frá fundi sem hann átti með fulltrúa menntamálaráðuneytisins um næstu skref í samningagerðinni. Næsti fundur með fulltrúum ráðuneytisins verður í næstu viku.
<DIV></DIV>
Endurskoðun menningarstefnu Akureyrarbæjar 2011
Málsnúmer 2011020012Lagðar fram upplýsingar frá verkefnisstjóra viðburða og menningarmála um stöðuna á vinnu verkefnishópa sem vinna að tillögum inn í nýja menningarstefnu. Tekin ákvörðun um opinn vinnufund um menningarstefnu Akureyrarbæjar.
<DIV>Ákveðið að halda opinn fund um mótun nýrrar menningarstefnu Akureyrarbæjar seinnipart októbermánaðar.</DIV>