Skólanefnd - 19
- Kl. 14:00 - 16:30
- Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
- Fundur nr. 19
Nefndarmenn
- Preben Jón Péturssonformaður
- Anna Sjöfn Jónasdóttir
- Sigríður María Hammer
- Helgi Vilberg Hermannsson
- Sædís Gunnarsdóttir
- Hjörtur Narfasonáheyrnarfulltrúi
- Kristín Sigfúsdóttiráheyrnarfulltrúi
- Hrafnhildur G Sigurðardóttirleikskólafulltrúi
- Árni Konráð Bjarnasonrekstrarstjóri
- Hjörleifur Örn Jónssonfulltrúi skólastjóra
- Lilja Þorkelsdóttirfulltrúi grunnskólakennara
- Kristlaug Þ Svavarsdóttirfulltrúi leikskólastjóra
- Helga María Harðardóttirfulltrúi leikskólakennara
- Karl Frímannssonfræðslustjóri ritaði fundargerð
Félag íþróttakennara við grunnskóla - heimsóknir leikskólabarna í íþróttamannvirki
Málsnúmer 2012020202Erindi dags. 11. febrúar 2012 frá Elvari Sævarssyni f.h. Félags íþróttakennara við grunnskóla varðandi heimsóknir leikskólabarna í íþróttamannvirki bæjarins lagt fram til kynningar.
<DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV>Skólanefnd þakkar Félagi íþróttakennara við grunnskóla Akureyrar fyrir og felur fræðslustjóra að svara erindinu.</DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>
Fjárhagsáætlun 2013 - fræðslu- og uppeldismál
Málsnúmer 2012060177Skólanefnd vill vekja athygli á nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar Alþingis þar sem fram kemur að Hlíðarskóli fær 12 milljónir á fjárlögum ríkisins árið 2013 en í fjárhagsáætlun bæjarins var gert ráð fyrir 40 milljón króna framlagi.\nMálið lagt fram til kynningar.\n
<DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV> </DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>
Leikskólinn Iðavöllur - úttekt á skólastarfi
Málsnúmer 2010030057Lagt var fram bréf dags. 12. nóvember 2012 frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu með ósk um úrbætur á skólanámskrá Iðavallar, innra mati og framsetningu skriflegra gagna.
<DIV><DIV><DIV><DIV>Ráðuneytinu verður sent svarbréf þess efnis að leikskólinn Iðavöllur hefur orðið við þessum athugasemdum og hefur nú þegar lagt fram endurskoðaða skólanámskrá sem send verður með sem fylgiskjal.</DIV><DIV>Skólanefnd þakkar starfsfólki Iðavallar fyrir vönduð vinnubrögð.</DIV></DIV></DIV></DIV>
Skóladagar - eftirlit með fjölda skóladaga 2011-2012
Málsnúmer 2012120006Skólanefnd barst erindi dags. 26. nóvember 2012 frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu með athugasemdum við skóladagafjölda í Giljaskóla veturinn 2011-2012.
<DIV><DIV><DIV>Giljaskóli hefur lagt fram skýringar vegna athugasemdanna og er fræðslustjóra falið að ganga frá svari til ráðuneytisins.</DIV></DIV></DIV>
Stjórnkerfi skóla Akureyrarbæjar - endurskoðun
Málsnúmer 2010040041Lögð fram til kynningar staða verkefna skv. minnisblaði dags. 10. desember 2012 um breytingar á stjórnkerfi skóla.
<DIV><DIV><DIV><DIV> </DIV></DIV></DIV></DIV>
Hjörleifur Örn Jónsson skólastjóri Tónlistarskólans á Akureyri vék af fundi kl. 15:19.$line$
Móttaka innflytjenda á skólaaldri í grunnskóla Akureyrarbæjar
Málsnúmer 2012050018Lagt fram til kynningar erindi dags. 4. september 2012 frá skólastjórum grunnskóla er varðar móttöku innflytjenda á skólaaldri í grunnskóla Akureyrarbæjar.
<DIV><DIV><DIV><DIV>Fræðslustjóra falið að svara erindinu í samræmi við bókanir skólanefndar og umræðu á fundum.</DIV></DIV></DIV></DIV>