Framkvæmdaráð - 309
- Kl. 9:55 - 12:03
- Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
- Fundur nr. 309
Nefndarmenn
- Dagur Fannar Dagssonformaður
- Helena Þuríður Karlsdóttir
- Ingibjörg Ólöf Isaksen
- Njáll Trausti Friðbertsson
- Þorsteinn Hlynur Jónsson
- Hermann Ingi Arasonáheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Tómas Björn Haukssonforstöðumaður gatna, fráveitu- og hreinlætismála
Götusópun
Málsnúmer 2015030266Tekið fyrir erindi frá Norðurorku dagsett 27. mars 2015 og varðar sópun gatna vorið 2015.
Framkvæmdaráð tekur undir þær áhyggur sem Norðurorka hefur af sandi sem berst í fráveitukerfi bæjarins og þeim kostnaði sem af því hlýst. Það er rétt að götusópun fór seint af stað í ár og hlýst af því kostnaður fyrir Norðurorku, sem áður féll á fráveitu Akureyrarbæjar.
Framkvæmdaráð ætlar að taka til endurskoðunar fyrirkomulag sem hefur verið á götusópun seinustu ár með þeirri von að Akureyrarbær geti byrjað götusópun fyrr og með þeirri aðgerð nýtt fé allra betur.Fjárhagsáætlun 2015 - framkvæmdadeild
Málsnúmer 2014080067Farið yfir uppfærða framkvæmdaáætlun ársins 2015.
Framkvæmdaráð samþykkir fyrirlagða og endurskoðaða framkvæmdaáætlun. Frá framkvæmdum færast m.a. 5 milljónir til uppbyggingar tjaldstæðis Bílaklúbbs Akureyrar. 30 milljónir færast einnig frá viðhaldi gatna yfir í liðinn snjómokstur og hálkuvarnir. Starfsmönnum falið að vinna að uppfærslu framkvæmdaáætlunar í samræmi við umræður á fundinum.
Bílaklúbbur Akureyrar - ósk um stuðning við gerð framtíðar tjaldsvæðis
Málsnúmer 2014070094Lagður fram samningur milli Akureyrarbæjar og Bílaklúbbs Akureyrar um uppbyggingu, framkvæmd og rekstrarfyrirkomulag tjaldstæðis á svæði Bílaklúbbs Akureyrar.
Framkvæmdaráð samþykkir samninginn við Bílaklúbb Akureyrar í samræmi við bókun um 5 milljónir til uppbyggingar tjaldstæðis Bílaklúbbs Akureyrar í lið 2 hér að framan og vísar honum til bæjarráðs.
Samþykktir fastanefnda - endurskoðun
Málsnúmer 2013060144Farið yfir drög að endurskoðaðri samþykkt fyrir framkvæmdaráð.
Afgreiðslu frestað og framkvæmdaráð leggur til að gerð verði sérstök samþykkt fyrir stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar.
Slökkviliðið - starfsmannamál
Málsnúmer 2015060042Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri og Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður fóru yfir stöðu mála.
Framkvæmdaráð þakkar kynninguna.