Samfélags- og mannréttindaráð - 71
- Kl. 16:30 - 18:30
- Fundarherbergi á 3. hæð í Rósenborg
- Fundur nr. 71
Nefndarmenn
- Hlín Bolladóttirformaður
- Heimir Haraldsson
- Tryggvi Þór Gunnarsson
- Anna Hildur Guðmundsdóttir
- Guðlaug Kristinsdóttir
- Katrín Björg Ríkarðsdóttirfundarritari
Forvarnastefna - stofnun vinnuhóps
Málsnúmer 2007090104Lögð fram tillaga um stofnun vinnuhóps um endurskoðun forvarnastefnu Akureyrarbæjar.
<DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV>Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir tillöguna og óskar eftir tilnefningum frá skóladeild, fjölskyldudeild, heilsugæslustöð og Íþróttabandalagi Akureyrar. </DIV><DIV>Hlín Bolladóttir og Guðlaug Kristinsdóttir verða fulltrúar samfélags- og mannréttindaráðs. </DIV><DIV>Forstöðumaður forvarna- og æskulýðsmála og umsjónarmaður forvarna munu starfa með hópnum. </DIV><DIV>Stefnt er að því að endurskoðun verði lokið fyrir áramót.</DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>
Félagsmiðstöðvar 2010
Málsnúmer 2010010090Farið yfir stöðu mála í Naustaskóla, Hrísey og Grímsey.
<DIV>Samfélags- og mannréttindaráð mun taka málið upp aftur í tengslum við vinnu við fjárhagsáætlun fyrir árið 2011.</DIV>
Samfélags- og mannréttindadeild - rekstraryfirlit 2010
Málsnúmer 2009100036Lagt fram til kynningar yfirlit um rekstur málaflokka samfélags- og mannréttindadeildar fyrstu 6 mánuði ársins 2010.
Fjölmenningarmál - fyrirkomulag 2010
Málsnúmer 2010090015Verkefnisstjóri fjölmenningarmála tók nýlega til starfa hjá samfélags- og mannréttindadeild. Í samræmi við fjölmenningarstefnu bæjarins er verkefnisstjórinn með aðsetur í Ráðhúsinu við Geislagötu. Helstu verkefni starfsmannsins eru innleiðing fjölmenningarstefnunnar og ráðgjöf til útlendinga.
<DIV></DIV>
Landsmót æskulýðsfélaga kirkjunnar - Akureyri 2010
Málsnúmer 2010030175Erindi dags. 16. ágúst 2010 frá Jónu Lovísu Jónsdóttur fh. stjórnar ÆSKÞ þar sem óskað er eftir styrk á móti húsaleigu. Stjórn Akureyrarstofu hefur á fundi sínum 19. ágúst sl. óskað eftir því að samfélags- og mannréttindaráð taki umsóknina til umfjöllunar m.t.t. niðurfellingar á húsaleigu í Rósenborg.
<DIV><DIV>Samfélags- og mannréttindaráð frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar.</DIV></DIV>
Anna Hildur Guðmundsdóttir mætti til fundar kl. 17.15.$line$
Samfélags- og mannréttindaráð - fundaáætlun 2010
Málsnúmer 2010060118Vegna námskeiðs fyrir bæjarfulltrúa og nefndafólk er lögð fram tillaga um að finna nýjan fundartíma fyrir fræðslufund fyrir aðal- og varamenn í samfélags- og mannréttindaráði sem fyrirhugaður var 15. september nk. og nýjan tíma fyrir fund samfélags- og mannréttindaráðs sem fyrirhugaður var 22. september nk.
<DIV>Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir að fræðslufundur verði haldinn 27. september nk. og næsti fundur ráðsins 29. september nk.</DIV>
Karlasmiðja - styrkbeiðni
Málsnúmer 2010010109Lögð fram styrkbeiðni dags. 6. september 2010 frá Starfsendurhæfingu Norðurlands ehf um styrk að upphæð kr. 1.000.000 vegna tilraunaverkefnis um karlasmiðju fyrir langtíma atvinnulausa.
Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 800.000 til verkefnisins.
Unglingadansleikir
Málsnúmer 2007090104Rætt um dansleiki sem haldnir eru á vegum ýmissa aðila fyrir unglinga á Akureyri.
Í tengslum við endurskoðun forvarnastefnu er fyrirhugað að setja reglur um ábyrgð og skyldur þeirra sem halda slíka dansleiki.